Bílasala í Evrópu jókst um 6,2% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2015 13:54 Chevrolet/Opel/Vauxhall seldist 15% meira í janúar en í sama mánuði í fyrra. Hér sést Opel Corsa. Líkt og á Íslandi er bílasala að aukast í Evrópu. Í fyrsta skipti í sex ár jókst bílasala í álfunni í fyrra og áframhald virðist vera á aukningu, því í síðasta mánuði jókst salan um 6,2%. Í löndum Evrópusambandsins og EFTA seldust 1,03 milljón bílar í janúar. Þrátt fyrir þennan vöxt nú eru væntingar hófstilltar og ekki búist við nema um 2% vexti í bílasölu í ár og mjög langt er í viðlíka sölu og var í Evrópu fyrir hrun. Af einstaka stærri bílaframleiðendum gekk Chevrolet/Opel best í janúar og söluaukningin þar 15%. Renault átti líka góðan mánuð með 10% aukningu. Sala hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í heild var 6,6%, eða rétt yfir heildaraukningunni. Fiat/Chrysler jók söluna um 5,8%, en Fiat bílar seldust 3,6% betur en salan á Jeep þrefaldaðist, þökk sé mikilli sölu á Jeep Renegade. Ford jók söluna um 5,4%, en hjá PSA/Peugeot-Citroën minnkaði salan um 1,5%. Þannig þurrkaðist 3,5% aukning Renault út með 6% minnkun í sölu Citroën bíla. Meðal japanskra bílaframleiðenda gekk Nissan best með 35% aukningu, en Toyota/Lexus jók söluna um 8,5%. Hyundai náði 7,1% aukningu en Kia 5,5%. Benz jók söluna um 13% í álfunni, BMW um 5%, en Mini sem er í eigi BMW jók söluna um 23%. Í öllum 5 stærstu löndum Evrópu jókst salan, um 28% á Spáni, 11% á Ítalíu, 6,7% í Bretlandi, 6,2% í Frakklandi og 2,6% í Þýskalandi. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Líkt og á Íslandi er bílasala að aukast í Evrópu. Í fyrsta skipti í sex ár jókst bílasala í álfunni í fyrra og áframhald virðist vera á aukningu, því í síðasta mánuði jókst salan um 6,2%. Í löndum Evrópusambandsins og EFTA seldust 1,03 milljón bílar í janúar. Þrátt fyrir þennan vöxt nú eru væntingar hófstilltar og ekki búist við nema um 2% vexti í bílasölu í ár og mjög langt er í viðlíka sölu og var í Evrópu fyrir hrun. Af einstaka stærri bílaframleiðendum gekk Chevrolet/Opel best í janúar og söluaukningin þar 15%. Renault átti líka góðan mánuð með 10% aukningu. Sala hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í heild var 6,6%, eða rétt yfir heildaraukningunni. Fiat/Chrysler jók söluna um 5,8%, en Fiat bílar seldust 3,6% betur en salan á Jeep þrefaldaðist, þökk sé mikilli sölu á Jeep Renegade. Ford jók söluna um 5,4%, en hjá PSA/Peugeot-Citroën minnkaði salan um 1,5%. Þannig þurrkaðist 3,5% aukning Renault út með 6% minnkun í sölu Citroën bíla. Meðal japanskra bílaframleiðenda gekk Nissan best með 35% aukningu, en Toyota/Lexus jók söluna um 8,5%. Hyundai náði 7,1% aukningu en Kia 5,5%. Benz jók söluna um 13% í álfunni, BMW um 5%, en Mini sem er í eigi BMW jók söluna um 23%. Í öllum 5 stærstu löndum Evrópu jókst salan, um 28% á Spáni, 11% á Ítalíu, 6,7% í Bretlandi, 6,2% í Frakklandi og 2,6% í Þýskalandi.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf