„Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2015 16:34 Ragnhildur var forstjóri FL Group þar til í október 2005. Hún sagði að þrátt fyrir að henni hafi þótt umrædd millifærsla óeðlileg þá hafi hún viljað halda starfi sínu áfram og láta reyna á samstarfið við Hannes. Vísir Fjármálastjóra FL Group, Sveinbirni Indriðasyni, og forstjóra félagsins, Ragnhildi Geirsdóttur, gekk erfiðlega að fá upplýsingar frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg um millifærsluna frá FL Group til Fons sem framkvæmd var þann 25. apríl 2005. Sveinbjörn sagði við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hafi viljað ganga úr skugga um að peningarnir á umræddum reikningi væru aðgengilegir félaginu. Sagði hann að hann og Ragnhildur hafi saman „pönkast í Hannesi út af þessu.” Ragnhildur sagði að í samtölum sínum við Hannes hafi það komið skýrt fram að peningarnir væru til taks fyrir FL Group á reikningnum fyrir mögulegar fjárfestingar. Allar upplýsingar ættu hún og Sveinbjörn að fá hjá bankanum en svo svaraði bankinn aldrei, heldur bar fyrir sig bankaleynd. Hannes hafi aldrei sagt henni að peningarnir fóru til Fons.Vissi ekki hvernig peningarnir komu til baka til FL Group Ragnhildur kvaðst ekki muna hvenær henni var fyrst kunnugt um millifærsluna en henni var ljóst að þarna var millifærsla sem ekki var fullskýrð. Í lok júní komu peningarnir svo til baka beint frá Fons með láni sem fjármagnað var af Kaupþingi í Lúxemborg og Hannes Smárason gekk persónulega í ábyrgð fyrir ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, samkvæmt gögnum málsins. Aðspurð hvort að Ragnhildi hafi verið kunnugt um að féð hafi komið til baka með þessum hætti, svaraði hún neitandi. Það hafi einfaldlega komið aftur inn á reikninginn eftir að hún „pressaði á þetta” bæði við Hannes og bankastjóra Kaupþings, Hreiðar Má Sigurðsson. Ragnhildur var forstjóri FL Group þar til í október 2005. Hún sagði að þrátt fyrir að henni hafi þótt umrædd millifærsla óeðlileg þá hafi hún viljað halda starfi sínu áfram og láta reyna á samstarfið við Hannes. Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Fjármálastjóra FL Group, Sveinbirni Indriðasyni, og forstjóra félagsins, Ragnhildi Geirsdóttur, gekk erfiðlega að fá upplýsingar frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg um millifærsluna frá FL Group til Fons sem framkvæmd var þann 25. apríl 2005. Sveinbjörn sagði við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hafi viljað ganga úr skugga um að peningarnir á umræddum reikningi væru aðgengilegir félaginu. Sagði hann að hann og Ragnhildur hafi saman „pönkast í Hannesi út af þessu.” Ragnhildur sagði að í samtölum sínum við Hannes hafi það komið skýrt fram að peningarnir væru til taks fyrir FL Group á reikningnum fyrir mögulegar fjárfestingar. Allar upplýsingar ættu hún og Sveinbjörn að fá hjá bankanum en svo svaraði bankinn aldrei, heldur bar fyrir sig bankaleynd. Hannes hafi aldrei sagt henni að peningarnir fóru til Fons.Vissi ekki hvernig peningarnir komu til baka til FL Group Ragnhildur kvaðst ekki muna hvenær henni var fyrst kunnugt um millifærsluna en henni var ljóst að þarna var millifærsla sem ekki var fullskýrð. Í lok júní komu peningarnir svo til baka beint frá Fons með láni sem fjármagnað var af Kaupþingi í Lúxemborg og Hannes Smárason gekk persónulega í ábyrgð fyrir ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, samkvæmt gögnum málsins. Aðspurð hvort að Ragnhildi hafi verið kunnugt um að féð hafi komið til baka með þessum hætti, svaraði hún neitandi. Það hafi einfaldlega komið aftur inn á reikninginn eftir að hún „pressaði á þetta” bæði við Hannes og bankastjóra Kaupþings, Hreiðar Má Sigurðsson. Ragnhildur var forstjóri FL Group þar til í október 2005. Hún sagði að þrátt fyrir að henni hafi þótt umrædd millifærsla óeðlileg þá hafi hún viljað halda starfi sínu áfram og láta reyna á samstarfið við Hannes.
Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58
Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13
Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24