Laumast í tökur á James Bond Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2015 09:27 Nú standa yfir tökur á næstu James Bond mynd, Spectre. Þessar myndir náðust af atriði sem tekið er upp við Blenheim Palace í Oxforskíri í Bretlandi. Þar er James Bond á flótta á Aston Martin DB10 bíl sínum undir skothríð og svo virðist sem hann hafi verið óboðinn gestur í höllinni. Atriðið er tekið margoft upp frá öflugum jeppa með miklum tökubúnaði á toppi hans og eltir hann DB10 bílinn á flóttanum. Í fyrstu sést þar sem ökumaður DB10 bílsins, sem væntanlega er ekki Daniel Craig, æfir sig fyrir tökuna og bakkar bílnum og snýr honum svo rösklega á punktinum fyrir flóttann. Síðan hefjast tökur á atriðinu. Hér sést önnur taka frá austurríska skíðasvæðinu Sölden. Þar sést þar sem Range Rover Sport SVR og Land Rover Defender bílar eru teknir til kostanna í eltingaleik í um 3.000 metra hæð í fjöllunum í Sölden. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nú standa yfir tökur á næstu James Bond mynd, Spectre. Þessar myndir náðust af atriði sem tekið er upp við Blenheim Palace í Oxforskíri í Bretlandi. Þar er James Bond á flótta á Aston Martin DB10 bíl sínum undir skothríð og svo virðist sem hann hafi verið óboðinn gestur í höllinni. Atriðið er tekið margoft upp frá öflugum jeppa með miklum tökubúnaði á toppi hans og eltir hann DB10 bílinn á flóttanum. Í fyrstu sést þar sem ökumaður DB10 bílsins, sem væntanlega er ekki Daniel Craig, æfir sig fyrir tökuna og bakkar bílnum og snýr honum svo rösklega á punktinum fyrir flóttann. Síðan hefjast tökur á atriðinu. Hér sést önnur taka frá austurríska skíðasvæðinu Sölden. Þar sést þar sem Range Rover Sport SVR og Land Rover Defender bílar eru teknir til kostanna í eltingaleik í um 3.000 metra hæð í fjöllunum í Sölden.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira