Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 30-32 | Björgvin sá um FH Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 19. febrúar 2015 13:45 Benedikt Reynir Kristinsson, hornamaður FH. vísir/andri marinó ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira