Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Stjarnan 24-21 | Mikilvæg stig heimamanna á Akureyri Birgir H. Stefánsson í íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 19. febrúar 2015 13:50 Kristján Orri Jóhannsson, hornamaður Akureyrar, skoraði níu mörk í kvöld. vísir/stefán Akureyri er komið með átján stig í Olísdeild karla eftir afar mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli, 24-21. Stjarnan hefði getað komið sér upp fyrir Fram og í áttunda sæti deildarinnar með sigri. En Garðbæingar sitja eftir í níunda sætinu með tólf stig. Kristján Orri Jóhannsson skoraði níu mörk fyrir heimamenn og þeir Egill Magnússon og Ari Magnús Þorgeirsson fjögur hvor. Það gekk afar illa hjá Stjörnumönnum að komast norður í leik kvöldsins en loksins um hálftíma eftir að leikurinn átti að byrja komust þeir á leiðarenda eftir um átta og hálfa klukkustund á ferðalagi. Leikurinn hófst því seint eða um klukkan 20.35 og erfitt er að halda því fram að svona löng rútuferð sé góður líkamlegur undirbúningur fyrir það að spila handboltaleik. Strákarnir úr Garðabænum voru lengi í gang og virkuðu þungir í upphafi leiks, heimamenn komust í 4-1 þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum en þá vöknuðu strákarnir úr Garðabænum og skoruðu tvö mörk í röð. Eftir það tók við kafli þar sem bæði lið gerðu mikið af mistökum og hvorugt lið náði að skora mark í einhverjar átta mínútur. Varnarleikur beggja liða var mjög þéttur fyrir, Hreiðar var heitur í markinu hjá heimamönnum með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikur beggja liða var afar mistækur og þegar fyrri leiktími fyrri hálfleiks rann út var staðan 11-10 heimamönnum í vil eftir að Sigþór Árni Heimisson hafði skorað afar myndarlegt síðasta mark hálfleiksins. Í upphafi síðari hálfleiks kom kafli þar sem Stjörnumenn köstuðu frá sér boltanum aftur og aftur á meðan heimamenn gengu á lagið, náðu fimm marka forustu og staðan var orðin 17-12 eftir átta mínútna leik. Þessi kafli reyndist ráða úrslitum þegar upp var staðið, heimamenn náðu aldrei að losa sig við baráttuglaða Stjörnumenn sem náðu þó heldur aldrei að jafna leikinn. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom inn fyrir Björn Inga í mark Stjörnunnar og varði mjög vel en það dugði ekki til, heimamenn héldu forustu til loka og sigruðu á endanum með þremur mörkum, 24-21,Skúli: Nánast svaðilför „Varnarleikurinn var nokkuð góður,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Við erum með markvörslu sem er svona að meðaltali alveg í lagi og svo frábæra markvörslu undir lokin. En við erum líka að klikka á tíu dauðafærum í svona leik og það hefur bara engin efni á því. Við erum ekki bara með slæma tæknifeila heldur eru þeir einnig að koma á mjög slæmum tímum. Það er ekki neinn skandall að fá á sig 24 mörk, við stóðum vörnina ágætlega í töluverðan tíma en því miður þá náðum við ekki að notfæra okkur það.“ Það getur varla verið annað en að tæplega níu tíma rútuferð hafi einhver áhrif á liðið? „Já, klárlega er það eitt atriði. Þó að menn voru búnir að búa sig undir ferð þá var þetta nánast svaðilför en við erum með verkefni sem við verðum að laga. Við verðum að laga hröðu sóknirnar og nýta færin t.d. en það er þá bara verkefni fyrir næsta leik. Það er ekkert auðvelt að koma hingað, frábær heimavöllur og góður stuðningur.“Sverre: Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera „Já, það að spila svona varnarleik er eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir leik þegar hann var spurður af því hvort að svona varnarleiks leikur væri ekki eitt af því skemmtilegasta sem hann kæmist í. „Við náðum góðum varnarleik í dag og svo kom Hreiðar heldur betur sterkur inn og hjálpaði okkur mikið. Það sem við lögðum upp með tókst rosalega vel og við náðum að halda út. Þetta er búið að vera alveg svakalega erfitt undanfarið og þess vegna er þessi sigur líka svona sætur fyrir okkur.“ „Vörnin hjá báðum liðum var að halda, markmenn voru nokkuð góðir en bæði lið voru að gera mistök sóknarlega. Við náum mjög góðum kafla í seinni hálfleiknum sem við náum að lifa á og klára þetta svo hérna í restina, þetta eru mjög mikilvægir punktar.“ Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Akureyri er komið með átján stig í Olísdeild karla eftir afar mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli, 24-21. Stjarnan hefði getað komið sér upp fyrir Fram og í áttunda sæti deildarinnar með sigri. En Garðbæingar sitja eftir í níunda sætinu með tólf stig. Kristján Orri Jóhannsson skoraði níu mörk fyrir heimamenn og þeir Egill Magnússon og Ari Magnús Þorgeirsson fjögur hvor. Það gekk afar illa hjá Stjörnumönnum að komast norður í leik kvöldsins en loksins um hálftíma eftir að leikurinn átti að byrja komust þeir á leiðarenda eftir um átta og hálfa klukkustund á ferðalagi. Leikurinn hófst því seint eða um klukkan 20.35 og erfitt er að halda því fram að svona löng rútuferð sé góður líkamlegur undirbúningur fyrir það að spila handboltaleik. Strákarnir úr Garðabænum voru lengi í gang og virkuðu þungir í upphafi leiks, heimamenn komust í 4-1 þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum en þá vöknuðu strákarnir úr Garðabænum og skoruðu tvö mörk í röð. Eftir það tók við kafli þar sem bæði lið gerðu mikið af mistökum og hvorugt lið náði að skora mark í einhverjar átta mínútur. Varnarleikur beggja liða var mjög þéttur fyrir, Hreiðar var heitur í markinu hjá heimamönnum með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikur beggja liða var afar mistækur og þegar fyrri leiktími fyrri hálfleiks rann út var staðan 11-10 heimamönnum í vil eftir að Sigþór Árni Heimisson hafði skorað afar myndarlegt síðasta mark hálfleiksins. Í upphafi síðari hálfleiks kom kafli þar sem Stjörnumenn köstuðu frá sér boltanum aftur og aftur á meðan heimamenn gengu á lagið, náðu fimm marka forustu og staðan var orðin 17-12 eftir átta mínútna leik. Þessi kafli reyndist ráða úrslitum þegar upp var staðið, heimamenn náðu aldrei að losa sig við baráttuglaða Stjörnumenn sem náðu þó heldur aldrei að jafna leikinn. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom inn fyrir Björn Inga í mark Stjörnunnar og varði mjög vel en það dugði ekki til, heimamenn héldu forustu til loka og sigruðu á endanum með þremur mörkum, 24-21,Skúli: Nánast svaðilför „Varnarleikurinn var nokkuð góður,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Við erum með markvörslu sem er svona að meðaltali alveg í lagi og svo frábæra markvörslu undir lokin. En við erum líka að klikka á tíu dauðafærum í svona leik og það hefur bara engin efni á því. Við erum ekki bara með slæma tæknifeila heldur eru þeir einnig að koma á mjög slæmum tímum. Það er ekki neinn skandall að fá á sig 24 mörk, við stóðum vörnina ágætlega í töluverðan tíma en því miður þá náðum við ekki að notfæra okkur það.“ Það getur varla verið annað en að tæplega níu tíma rútuferð hafi einhver áhrif á liðið? „Já, klárlega er það eitt atriði. Þó að menn voru búnir að búa sig undir ferð þá var þetta nánast svaðilför en við erum með verkefni sem við verðum að laga. Við verðum að laga hröðu sóknirnar og nýta færin t.d. en það er þá bara verkefni fyrir næsta leik. Það er ekkert auðvelt að koma hingað, frábær heimavöllur og góður stuðningur.“Sverre: Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera „Já, það að spila svona varnarleik er eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir leik þegar hann var spurður af því hvort að svona varnarleiks leikur væri ekki eitt af því skemmtilegasta sem hann kæmist í. „Við náðum góðum varnarleik í dag og svo kom Hreiðar heldur betur sterkur inn og hjálpaði okkur mikið. Það sem við lögðum upp með tókst rosalega vel og við náðum að halda út. Þetta er búið að vera alveg svakalega erfitt undanfarið og þess vegna er þessi sigur líka svona sætur fyrir okkur.“ „Vörnin hjá báðum liðum var að halda, markmenn voru nokkuð góðir en bæði lið voru að gera mistök sóknarlega. Við náum mjög góðum kafla í seinni hálfleiknum sem við náum að lifa á og klára þetta svo hérna í restina, þetta eru mjög mikilvægir punktar.“
Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira