Viðskipti erlent

Umdeildasta auglýsing Super Bowl

Samúel Karl Ólason skrifar
"Ég get ekki orðið fullorðinn, því ég lést í slysi."
"Ég get ekki orðið fullorðinn, því ég lést í slysi."
Tryggingafélagið Nationwide hefur ollið töluverðum usla með Super Bowl auglýsingu sinni, sem margir hverjir telja vera einstaklega niðurdrepandi. Í auglýsingunni er ungur drengur að tala um hvað hann mun aldrei verða í framtíðinni og í ljós kemur að hann er látinn.

Þá segir að flest börn láti lífið í slysum sem hægt sé að koma í veg fyrir.

Auglýsingin vakti ekki mikla lukku áhorfenda og hefur mikil umræða verið á Twitter vegna hennar.

Nationwide sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem þeir segja að með auglýsingunni hafi þeir viljað opna umræðuna um börn og slys og að henni hafi ekki verið ætlað að selja auglýsingar.

Hér að neðan má sjá umræðuna á Twitter. Þar er ljóst að áhorfendur voru margir hverjir ekki ánægðir með auglýsinguna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×