Enski boltinn

Huth kominn til Leicester

Huth í leik með Stoke.
Huth í leik með Stoke. vísir/getty
Fyrstu félagaskipti dagsins í ensku úrvalsdeildinni gengin í gegn.

Varnarmaðurinn Robert Huth er orðinn leikmaður Leicester City en hann hefur verið lánaður til félagsins frá Stoke.

Þessi skipti hafa verið yfirvofandi en Stoke hefur ekki mikil not fyrir Huth.

Leicester vantar aftur á móti liðsstyrk og félagið tekur fagnandi á móti Huth.

Þjóðverjinn þrítugi hefur líka spilað fyrir Chelsea og Middlesbrough í enska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×