BP skilar tapi vegna lækkunar olíuverðs ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2015 13:14 Breska olíufélagið BP tapaði 4,4 milljörðum dollara, jafnvirði 583 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi ársins 2014. mynd/bp Breska olíufélagið BP tapaði 4,4 milljörðum dollara, jafnvirði 583 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi ársins 2014. Á sama ársfjórðungi árið 2013 skilaði félagið hinsvegar hagnaði upp á milljarð dollara. AP greinir frá.Tapið skýrist að stórum hluta af því að BP lækkaði verðmæti birgða sinna um 5 milljarða dollara vegna lækkunar olíuverðs, en verð á Brent hráolíu féll um ríflega 50 prósent á árinu. Ef lækkun olíuverðs var undanskilin lækkar tap BP í 969 milljónir dollar. „Við erum komin inn í nýtt og krefjandi krefjandi tímabil með lágu olíuverði til skamms- og meðallangs tíma,“ hefur AP eftir Bob Dudley, framkvæmdastjóra BP. BP hygst skera verulega niðurkostnað við rekstur félagsins á árinu með því að draga úr leitarkostnaði og fresta verkefnum. Þá greiddi félagið 477 milljónir dollara á ársfjórðungnum í bætur vegna olíumengunar í Mexíkóflóa árið 2010 sem BP bar ábyrgð á. BP hefur nú greitt 43,5 milljarða dollara í bætur vegna olíuslysins, jafnvirði tæplega 500 milljarða íslenskra króna. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska olíufélagið BP tapaði 4,4 milljörðum dollara, jafnvirði 583 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi ársins 2014. Á sama ársfjórðungi árið 2013 skilaði félagið hinsvegar hagnaði upp á milljarð dollara. AP greinir frá.Tapið skýrist að stórum hluta af því að BP lækkaði verðmæti birgða sinna um 5 milljarða dollara vegna lækkunar olíuverðs, en verð á Brent hráolíu féll um ríflega 50 prósent á árinu. Ef lækkun olíuverðs var undanskilin lækkar tap BP í 969 milljónir dollar. „Við erum komin inn í nýtt og krefjandi krefjandi tímabil með lágu olíuverði til skamms- og meðallangs tíma,“ hefur AP eftir Bob Dudley, framkvæmdastjóra BP. BP hygst skera verulega niðurkostnað við rekstur félagsins á árinu með því að draga úr leitarkostnaði og fresta verkefnum. Þá greiddi félagið 477 milljónir dollara á ársfjórðungnum í bætur vegna olíumengunar í Mexíkóflóa árið 2010 sem BP bar ábyrgð á. BP hefur nú greitt 43,5 milljarða dollara í bætur vegna olíuslysins, jafnvirði tæplega 500 milljarða íslenskra króna.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira