Google hagnaðist um 587 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2015 10:50 Vísir/AP Tæknirisinn Google skilaði í gær ársfjórðungsuppgjöri fyrir síðasta fjórðung 2014. Hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu var 4,4 milljarðar tala, eða um 587 milljarðar króna, en það er aukning um tæp 30 prósent frá fyrra ári. Þrátt fyrir þennan hagnað var árangurinn undir væntingum greiningaraðila. Þetta er fimmti ársfjórðungurinn í röð sem að Google stendur sig undir væntingum. Tekjur fyrirtækisins árið 2014 voru 66 milljarðar dala, eða tæplega níu þúsund milljarðar króna, samkvæmt ársfjórðungsuppgjörinu. Framkvæmdastjóri Google, Patrick Pichette, segir það góðan árangur, en árstekjur fyrirtækisins jukust um 19 prósent á milli ára. Á vef Business Insider segir að skömmu eftir tilkynninguna hafi gengi hlutabréfa Google lækkað um þrjú prósent, en í lok gærdagsins hafði það hækkað um tvö prósent. Þeir segja stöðu Google vera stöðuga, en leiðinlega. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Google skilaði í gær ársfjórðungsuppgjöri fyrir síðasta fjórðung 2014. Hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu var 4,4 milljarðar tala, eða um 587 milljarðar króna, en það er aukning um tæp 30 prósent frá fyrra ári. Þrátt fyrir þennan hagnað var árangurinn undir væntingum greiningaraðila. Þetta er fimmti ársfjórðungurinn í röð sem að Google stendur sig undir væntingum. Tekjur fyrirtækisins árið 2014 voru 66 milljarðar dala, eða tæplega níu þúsund milljarðar króna, samkvæmt ársfjórðungsuppgjörinu. Framkvæmdastjóri Google, Patrick Pichette, segir það góðan árangur, en árstekjur fyrirtækisins jukust um 19 prósent á milli ára. Á vef Business Insider segir að skömmu eftir tilkynninguna hafi gengi hlutabréfa Google lækkað um þrjú prósent, en í lok gærdagsins hafði það hækkað um tvö prósent. Þeir segja stöðu Google vera stöðuga, en leiðinlega.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira