Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Arnar Björnsson skrifar 24. janúar 2015 20:15 Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Sjá meira
Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Sjá meira