Umfjöllun: Þýskaland - Egyptaland 23-16 | Lichtlein magnaður í sigri Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2015 14:48 Dagur Sigurðsson byrjar vel með þýska landsliðið. Vísir/Eva Björk Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins. HM 2015 í Katar Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins.
HM 2015 í Katar Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira