Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 11:33 "Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu,“ segir verjandi Magnúsar Guðmundssonar. Magnús er til hægri á myndinni. Vísir/GVA Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, lagði áherslu á það í málflutningsræðu sinni í Al-Thani málinu í morgun, að staða hans væri önnur en annarra sakborninga í málinu. Sagði verjandinn, Kristín Edwald, að meint brot ákærða falli ekki undir íslenska refsilögsögu; Magnús hafi búið og starfað í Lúxemborg þegar meint brot hans áttu sér stað. Þá hafi hann í raun ekki verið starfsmaður Kaupþings á Íslandi heldur Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþing í Lúxemborg var ekki útibú Kaupþings á Íslandi heldur sjálfstæður banki á erlendri grundu sem laut eftirliti og löggjöf stjórnvalda þar. Hélt verjandinn því þar af leiðandi fram að skilyrði hegningarlaga um að brot sé framið innan íslenska ríkisins sé ekki fullnægt í tilfelli Magnúsar. Þar af leiðandi beri að sýkna hann af ákæru sérstaks saksóknara.Óskiljanleg niðurstaða héraðsdóms við mat á trúverðugleika vitna Kristín gerði sér svo mat úr orðum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, frá því í gær þegar hann sagði það „óheppilegt” að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði átti í lánaviðskiptum við Kaupþing. „Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu. Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá hefur aðili réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé vanhæfur. Svo ef að það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá er hann vanhæfur,” sagði Kristín. Líkt og aðrir verjendur ræddi Kristín svo um trúverðugleika vitna og mat héraðsdóms á framburðum þeirra. Sagði hún óskiljanlegt hvers vegna héraðsdómur leit fram hjá framburðum fjögurra lykilvitna vegna þess að þau höfðu átt fundi með verjendum meðákærðu. „Hvorki Magnús né verjandi hans voru í samskiptum við vitnin en þó kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki beri að taka vitnisburð þeirra til greina því þau funduðu með öðrum aðilum málsins.” Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag og málið verður svo dómtekið. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, lagði áherslu á það í málflutningsræðu sinni í Al-Thani málinu í morgun, að staða hans væri önnur en annarra sakborninga í málinu. Sagði verjandinn, Kristín Edwald, að meint brot ákærða falli ekki undir íslenska refsilögsögu; Magnús hafi búið og starfað í Lúxemborg þegar meint brot hans áttu sér stað. Þá hafi hann í raun ekki verið starfsmaður Kaupþings á Íslandi heldur Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþing í Lúxemborg var ekki útibú Kaupþings á Íslandi heldur sjálfstæður banki á erlendri grundu sem laut eftirliti og löggjöf stjórnvalda þar. Hélt verjandinn því þar af leiðandi fram að skilyrði hegningarlaga um að brot sé framið innan íslenska ríkisins sé ekki fullnægt í tilfelli Magnúsar. Þar af leiðandi beri að sýkna hann af ákæru sérstaks saksóknara.Óskiljanleg niðurstaða héraðsdóms við mat á trúverðugleika vitna Kristín gerði sér svo mat úr orðum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, frá því í gær þegar hann sagði það „óheppilegt” að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði átti í lánaviðskiptum við Kaupþing. „Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu. Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá hefur aðili réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé vanhæfur. Svo ef að það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá er hann vanhæfur,” sagði Kristín. Líkt og aðrir verjendur ræddi Kristín svo um trúverðugleika vitna og mat héraðsdóms á framburðum þeirra. Sagði hún óskiljanlegt hvers vegna héraðsdómur leit fram hjá framburðum fjögurra lykilvitna vegna þess að þau höfðu átt fundi með verjendum meðákærðu. „Hvorki Magnús né verjandi hans voru í samskiptum við vitnin en þó kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki beri að taka vitnisburð þeirra til greina því þau funduðu með öðrum aðilum málsins.” Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag og málið verður svo dómtekið.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15