Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2015 13:48 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig. HM 2015 í Katar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig.
HM 2015 í Katar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira