Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 17:53 Steffen Weinhold reynir að brjótast í gegnum vörn Rússa. vísir/getty Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum. HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira
Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira