Margir nú þegar lækkað verð til samræmis við afnám vörugjalda Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2015 14:28 Félag atvinnurekanda fagnar þessum breytingum og tekur undir hvatningu Alþýðusambandsins og annarra til neytenda að fylgjast vel með verðbreytingum. visir/vilhelm Um áramótin tóku gildi tvær breytingar á álagningu neysluskatta; annars vegar var stigið skref í samræmingu skattþrepa virðisaukaskatts og hins vegar voru vörugjöld afnumin. Félag atvinnurekanda fagnar þessum breytingum og tekur undir hvatningu Alþýðusambandsins og annarra til neytenda að fylgjast vel með verðbreytingum sem verða vegna þessara skattabreytinga en þetta kemur fram í tilkynningu frá FA. „FA vill þó hvetja neytendur til að hafa tvennt í huga þegar verðbreytingar um áramót eru skoðaðar. Annars vegar hafa margir innflytjendur og seljendur heimilis- og raftækja þegar lækkað verð þeirra til samræmis við afnám vörugjaldanna. Þetta töldu mörg fyrirtæki sig verða að gera strax í september þegar frumvarp um afnám vörugjalda kom fram á Alþingi, einfaldlega til að tryggja sölu það sem eftir lifði árs. Ella hefðu verið líkur á að margir hefðu frestað kaupum á raftækjum fram yfir áramót,“ segir í tilkynningunni frá FA. Þar segir einnig að þau fyrirtæki hafi í raun tekið vörugjaldið á sig í nokkra mánuði og tryggt að neytendur nutu verðlækkunarinnar fyrr en ella, eins og sést glöggt í tölum Hagstofunnar. „Hins vegar hefur FA bent á að ekki var fallist á tillögur félagsins um að innflytjendur fengju endurgreitt vörugjald sem þeir hafa þegar greitt til ríkissjóðs af vörum sem þeir eiga óseldar á lager um áramót. Vegna þessa getur áhrifa vörugjalds gætt áfram í verði ýmissa vara nokkrar vikur fram á nýja árið og verðlækkunin til neytenda frestast sem því nemur.“ Tengdar fréttir Mikil vinna við að breyta verði Vöru lækka og hækka í verði í nær öllum verslunum. 2. janúar 2015 11:08 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Um áramótin tóku gildi tvær breytingar á álagningu neysluskatta; annars vegar var stigið skref í samræmingu skattþrepa virðisaukaskatts og hins vegar voru vörugjöld afnumin. Félag atvinnurekanda fagnar þessum breytingum og tekur undir hvatningu Alþýðusambandsins og annarra til neytenda að fylgjast vel með verðbreytingum sem verða vegna þessara skattabreytinga en þetta kemur fram í tilkynningu frá FA. „FA vill þó hvetja neytendur til að hafa tvennt í huga þegar verðbreytingar um áramót eru skoðaðar. Annars vegar hafa margir innflytjendur og seljendur heimilis- og raftækja þegar lækkað verð þeirra til samræmis við afnám vörugjaldanna. Þetta töldu mörg fyrirtæki sig verða að gera strax í september þegar frumvarp um afnám vörugjalda kom fram á Alþingi, einfaldlega til að tryggja sölu það sem eftir lifði árs. Ella hefðu verið líkur á að margir hefðu frestað kaupum á raftækjum fram yfir áramót,“ segir í tilkynningunni frá FA. Þar segir einnig að þau fyrirtæki hafi í raun tekið vörugjaldið á sig í nokkra mánuði og tryggt að neytendur nutu verðlækkunarinnar fyrr en ella, eins og sést glöggt í tölum Hagstofunnar. „Hins vegar hefur FA bent á að ekki var fallist á tillögur félagsins um að innflytjendur fengju endurgreitt vörugjald sem þeir hafa þegar greitt til ríkissjóðs af vörum sem þeir eiga óseldar á lager um áramót. Vegna þessa getur áhrifa vörugjalds gætt áfram í verði ýmissa vara nokkrar vikur fram á nýja árið og verðlækkunin til neytenda frestast sem því nemur.“
Tengdar fréttir Mikil vinna við að breyta verði Vöru lækka og hækka í verði í nær öllum verslunum. 2. janúar 2015 11:08 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Mikil vinna við að breyta verði Vöru lækka og hækka í verði í nær öllum verslunum. 2. janúar 2015 11:08