Rolls-Royce setti sölumet fimmta árið í röð Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2015 10:13 Phantom Drophead Coupe, sem er nýr bíll frá Rolls-Royce seldist vel í fyrra. Vísir/AFP Lúxusbílaframleiðandinn Rolls-Royce seldi 4.063 bíla í fyrra og er það í fyrsta sinn í 111 ára sögu fyrirtækisins sem fyrirtækið selur fleiri en fjögur þúsund bíla. Það er fjölgun um 12 prósent, en fyrirtækið hefur sett sölumet fimm ár í röð. Framleiðslugeta Rolls-Royce verksmiðjunnar, sem er í eigu BMW og staðsett í Englandi er sex þúsund bílar á ári. Í Bandaríkjunum jókst salan um tæpan þriðjung. Salan jókst um 40 prósent í Evrópu og um 20 prósent í Mið-Austurlöndum samkvæmt frétt á vef BBC. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að einnig hafi metfjöldi viðskiptavina fyrirtækisins keypt sérpantaða bíla. Torsten Muller-Otvos frá Rolls-Royce sagði BBC að 80 prósent viðskiptavina fyrirtækisins væru frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur. Hin 20 prósentin eru frægt fólk. Fyrirtækið seldi fleiri bíla sem kosta meira en tvö hundruð þúsund evrur, rúmar 30 milljónir, en nokkur annar lúxusbílaframleiðandi í heiminum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lúxusbílaframleiðandinn Rolls-Royce seldi 4.063 bíla í fyrra og er það í fyrsta sinn í 111 ára sögu fyrirtækisins sem fyrirtækið selur fleiri en fjögur þúsund bíla. Það er fjölgun um 12 prósent, en fyrirtækið hefur sett sölumet fimm ár í röð. Framleiðslugeta Rolls-Royce verksmiðjunnar, sem er í eigu BMW og staðsett í Englandi er sex þúsund bílar á ári. Í Bandaríkjunum jókst salan um tæpan þriðjung. Salan jókst um 40 prósent í Evrópu og um 20 prósent í Mið-Austurlöndum samkvæmt frétt á vef BBC. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að einnig hafi metfjöldi viðskiptavina fyrirtækisins keypt sérpantaða bíla. Torsten Muller-Otvos frá Rolls-Royce sagði BBC að 80 prósent viðskiptavina fyrirtækisins væru frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur. Hin 20 prósentin eru frægt fólk. Fyrirtækið seldi fleiri bíla sem kosta meira en tvö hundruð þúsund evrur, rúmar 30 milljónir, en nokkur annar lúxusbílaframleiðandi í heiminum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira