Viðskipti innlent

Rut ráðin regluvörður Íslandsbanka

Atli ísleifsson skrifar
Rut Gunnarsdóttir hefur gegnt starfi staðgengils regluvarðar bankans frá 2010.
Rut Gunnarsdóttir hefur gegnt starfi staðgengils regluvarðar bankans frá 2010. Mynd/Íslandsbanki
Rut Gunnarsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Íslandsbanka, en hún hefur gegnt starfi staðgengils regluvarðar bankans frá 2010.

Rut tekur við stöðunni af Kristni Arnari Stefánssyni sem hefur starfað sem regluvörður bankans í átta ár. Kristinn Arnar lætur af störfum að eigin ósk.

Í tilkynningu frá bankanum segir að Rut hafi áður starfað hjá Fjármálaeftirlitinu í átta ár á sviði verðbréfa-, lífeyrissjóða- og vátryggingaeftirlits.

„Rut útskrifaðist með cand.jur úr Lagadeild Háskóla Íslands árið 2000 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2003.  Hún lauk MBA námi frá UIBS, Barcelona árið 2007 með fjárfestingabankastarfsemi sem sérsvið og einnig lauk hún prófi í verðbréfaviðskiptum 2008.  Rut er gift Jóni Erni Guðbjartssyni, markaðs- og samskiptastjóra Háskóla Íslands, og eiga þau þrjú börn.“

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir bankann óska Rut til hamingju með nýtt hlutverk og að starfsmenn hlakki til að starfa með henni í framtíðinni.

„Kristinn hefur átt farsælan starfsferil í bankanum. Á þeim tíma voru erfið tímabil þar sem áskoranir voru margar við uppbyggingu bankans. Um leið og ég óska honum velfarnaðar í framtíðinni vil ég persónulega þakka fyrir okkar góða samstarf í gegnum árin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×