Viðskipti innlent

Stapi á nú yfir 5% í Högum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Virði hluta Stapa í Högum er á núverandi gengi rúmlega 2,5 milljarðar króna.
Virði hluta Stapa í Högum er á núverandi gengi rúmlega 2,5 milljarðar króna. Vísir/Pjetur Sigurðsson
Stapi lífeyrissjóður keypti í dag 4,5 milljónir hluta í Högum fyrir 188 milljónir króna á núverandi gengi. Stapi á nú alls 5,14% hlut í félaginu samkvæmt því sem segir í Flöggun í Kauphöllinni.

Áður átti hann 55.719.364 hluti í félaginu en á nú 60.219.634 hluti. Hlutabréfaverð Haga er nú 41,85, samkvæmt því er virði hluta Stapa nú rúmlega 2,5 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×