Isavia hagnast um hálfan milljarð Sæunn Gísladóttir skrifar 15. september 2015 17:05 Starfsemi Isavia á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar á fyrri árshelmingi. Vísir/Stefán Karlsson Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var jákvæð um 540 milljónir króna samanborið við 836 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Þessa lækkun má að fullu rekja til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum segir í tilkynningu. Rekstrarafkoma Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2015 var jákvæð um 1.247 milljónir króna og jókst um ríflega 20% á milli ára. Rekstrartekjur námu 11.454 milljónum króna sem er 1.526 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða ríflega 13%. „Isavia samstæðan samanstendur af rekstri Keflavíkurflugvallar, Fríhafnarinnar, innanlandsflugvallakerfis og starfsemi í flugleiðsöguþjónustu. Rekstrarafkoma allra þessara þátta var betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og má rekja þann árangur m.a. til aukinnar flugumferðar og fjölgunar farþega sem fara um flugvelli landsins,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og bætir við: „Viðfangsefni komandi missera eru að tryggja að vöxtur félagsins verið áfram arðsamur og teknar verði skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að fjárfestingu í aukinni afkastagetu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Mikil farþegaaukning umfram áætlanir Isavia og flugrekenda skapaði álag á starfsfólk okkar sem stóð vaktina af miklum myndarskap og sá til þess að áhrifin á farþega yrðu sem minnst.“Flugumferð og farþegum fjölgar áframFlugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst fyrstu sex mánuði ársins um 11% og flugumferð til og frá Íslandi jókst um 12%. Þá tók Isavia nýverið að sér stjórn flugumferðar á flugvellinum í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). Kangerlussuaq er eini flugvöllurinn á Grænlandi sem er með flugumferðarstjórn og fer mikill meirihluti millilandsflugs um flugvöllinn. Á fyrstu sex mánuðum ársins fóru ríflega tvær milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll sem er um 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er sami fjöldi og fór um flugvöllinn allt árið 2010 þegar Isavia var stofnað. Gert er ráð fyrir því að fjöldi farþega árið 2015 verði um 4,8 milljónir talsins og áætlanir félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári.Keflavíkurflugvöllur skilar 70% teknaStarfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar fyrir tímabilið og af 3.787 milljóna króna fjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum tengjast um 87% uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að ef áætlanir um áframhaldandi vöxt farþega ganga eftir þá mun hlutfall Keflavíkurflugvallar í rekstri og efnahag Isavia halda áfram að vaxa hratt. Nauðsynlegt er að leggja í miklar fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum svo afkastageta vallarins verði í takt við áætlanir notenda um fjölda farþega næsta sumar. Rekstur Keflavíkurflugvallar hefur mörg síðustu árin verið sjálfbær og áætlanir félagsins gera ráð fyrir að vöxturinn sem framundan er geti staðið undir sér með áframhaldandi ráðdeild í rekstri og skynsamlegri nýtingu fjármagns. Sú uppbygging sem nauðsynleg er á Keflavíkurflugvelli næstu árin verður ekki eingöngu fjármögnuð úr rekstri svo ljóst er að Isavia mun þurfa að sækja sér fjármagn til þeirrar uppbyggingar sem framundan er. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að afkoma Keflavíkurflugvallar verði áfram nýtt til áframhaldandi fjárfestinga á flugvellinum. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var jákvæð um 540 milljónir króna samanborið við 836 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Þessa lækkun má að fullu rekja til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum segir í tilkynningu. Rekstrarafkoma Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2015 var jákvæð um 1.247 milljónir króna og jókst um ríflega 20% á milli ára. Rekstrartekjur námu 11.454 milljónum króna sem er 1.526 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða ríflega 13%. „Isavia samstæðan samanstendur af rekstri Keflavíkurflugvallar, Fríhafnarinnar, innanlandsflugvallakerfis og starfsemi í flugleiðsöguþjónustu. Rekstrarafkoma allra þessara þátta var betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og má rekja þann árangur m.a. til aukinnar flugumferðar og fjölgunar farþega sem fara um flugvelli landsins,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og bætir við: „Viðfangsefni komandi missera eru að tryggja að vöxtur félagsins verið áfram arðsamur og teknar verði skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að fjárfestingu í aukinni afkastagetu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Mikil farþegaaukning umfram áætlanir Isavia og flugrekenda skapaði álag á starfsfólk okkar sem stóð vaktina af miklum myndarskap og sá til þess að áhrifin á farþega yrðu sem minnst.“Flugumferð og farþegum fjölgar áframFlugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst fyrstu sex mánuði ársins um 11% og flugumferð til og frá Íslandi jókst um 12%. Þá tók Isavia nýverið að sér stjórn flugumferðar á flugvellinum í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). Kangerlussuaq er eini flugvöllurinn á Grænlandi sem er með flugumferðarstjórn og fer mikill meirihluti millilandsflugs um flugvöllinn. Á fyrstu sex mánuðum ársins fóru ríflega tvær milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll sem er um 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er sami fjöldi og fór um flugvöllinn allt árið 2010 þegar Isavia var stofnað. Gert er ráð fyrir því að fjöldi farþega árið 2015 verði um 4,8 milljónir talsins og áætlanir félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári.Keflavíkurflugvöllur skilar 70% teknaStarfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar fyrir tímabilið og af 3.787 milljóna króna fjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum tengjast um 87% uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að ef áætlanir um áframhaldandi vöxt farþega ganga eftir þá mun hlutfall Keflavíkurflugvallar í rekstri og efnahag Isavia halda áfram að vaxa hratt. Nauðsynlegt er að leggja í miklar fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum svo afkastageta vallarins verði í takt við áætlanir notenda um fjölda farþega næsta sumar. Rekstur Keflavíkurflugvallar hefur mörg síðustu árin verið sjálfbær og áætlanir félagsins gera ráð fyrir að vöxturinn sem framundan er geti staðið undir sér með áframhaldandi ráðdeild í rekstri og skynsamlegri nýtingu fjármagns. Sú uppbygging sem nauðsynleg er á Keflavíkurflugvelli næstu árin verður ekki eingöngu fjármögnuð úr rekstri svo ljóst er að Isavia mun þurfa að sækja sér fjármagn til þeirrar uppbyggingar sem framundan er. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að afkoma Keflavíkurflugvallar verði áfram nýtt til áframhaldandi fjárfestinga á flugvellinum.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira