Að breytast eða deyja Stjórnarmaðurinn skrifar 17. júní 2015 07:00 „Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira
„Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira