Enski boltinn

PSV staðfestir að Man. Utd vilji fá Depay

Depay í leik með PSV.
Depay í leik með PSV. vísir/getty
Það er orðið nokkuð ljóst að hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay verður ekki herbúðum PSV Eindhoven á næstu leiktíð.

Leikmaðurinn hefur lengi verið orðaður við Man. Utd og hollenska félagið hefur nú staðfest að United sé að bera víurnar í hann.

Stjóri Man. Utd, Louis van Gaal, þekkir vel til þessa 21 árs gamla leikmannsins eftir að hafa verið með hann í hollenska landsliðinu á síðasta HM.

Það verða eflaust fleiri félög að bítast um strákinn og þegar hefur heyrst af áhuga PSG.

Depay skoraði 20 mörk í 26 deildarleikjum fyrir meistara PSV á leíktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×