Spurning um skynsemi Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í íslensku efnahagslífi, fyrst og fremst vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu. Hins vegar er full ástæða til að sýna varúð og gæta þess að við missum ekki tökin á uppganginum. Núverandi ríkisstjórn tók við ágætu búi af þeirri síðustu og þegar árin sjö frá hruni eru skoðuð í samhengi má sjá að hér hefur undraverður árangur náðst í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Enn eru stór viðfangsefni fram undan, til dæmis hvernig bregðast skal við velgengni og vexti. Staðreyndin er sú að núverandi ríkisstjórn var snögg að forgangsraða í þágu hinna efnameiri. Það var gert með því að afnema auðlegðarskatt, lækka veiðigjöld, afnema orkuskatt. Síðan var ráðist í að lækka tekjuskatt í milliþrepi og nú er stefnt að því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. Á sama tíma var virðisaukaskattur hækkaður á mat og menningu. Öll þessi skref miða að því að lækka skattbyrði á hina efnameiri en um leið var skattbyrðin heldur aukin á hina efnaminni. Og þetta er ein af orsökum þess að átök á vinnumarkaði hafa verið harðari nú á undanförnum misserum en mörg ár á undan. Almenningur í landinu sér að þróun efnahagsmála er í rétta átt en líka að aðgerðir stjórnvalda snúast ekki um að velgengnin dreifist með réttlátum hætti. Almenningur í landinu sér líka ýmis dæmi þar sem útvaldir hópar njóta sérkjara. Nærtækt er að nefna sölu hlutabréfa í Símanum þar sem Arion-banki bauð þá hluti fáum útvöldum aðilum á sérkjörum, mun hagstæðari en bjóðast almenningi. Þetta er önnur ástæða þess að venjulegt fólk krefst kjarabóta og neitar að sitja uppi með svartapéturinn þegar öðrum eru afhent tromp á silfurfati. Það ætti að vera forgangsmál íslenskra stjórnvalda að tryggja réttlátar leikreglur og gagnsæi í fjármálakerfinu, tryggja jöfnuð og rétta hlut hinna tekjulægri í öllum sínum aðgerðum. Þar erum við á rangri leið eins og sést á tölum um auðsöfnun hinna ríkustu, ríkasta eina prósentið á fjórðung alls auðs á Íslandi. Jöfnuður er ekki einungis réttlætismál, hann skapar líka aukna hagsæld eins og komið hefur fram í nýjum skýrslum OECD um tengsl hagsældar og jafnaðar. Þetta snýst ekki einungis um hugmyndafræði og réttlæti, heldur líka skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í íslensku efnahagslífi, fyrst og fremst vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu. Hins vegar er full ástæða til að sýna varúð og gæta þess að við missum ekki tökin á uppganginum. Núverandi ríkisstjórn tók við ágætu búi af þeirri síðustu og þegar árin sjö frá hruni eru skoðuð í samhengi má sjá að hér hefur undraverður árangur náðst í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Enn eru stór viðfangsefni fram undan, til dæmis hvernig bregðast skal við velgengni og vexti. Staðreyndin er sú að núverandi ríkisstjórn var snögg að forgangsraða í þágu hinna efnameiri. Það var gert með því að afnema auðlegðarskatt, lækka veiðigjöld, afnema orkuskatt. Síðan var ráðist í að lækka tekjuskatt í milliþrepi og nú er stefnt að því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. Á sama tíma var virðisaukaskattur hækkaður á mat og menningu. Öll þessi skref miða að því að lækka skattbyrði á hina efnameiri en um leið var skattbyrðin heldur aukin á hina efnaminni. Og þetta er ein af orsökum þess að átök á vinnumarkaði hafa verið harðari nú á undanförnum misserum en mörg ár á undan. Almenningur í landinu sér að þróun efnahagsmála er í rétta átt en líka að aðgerðir stjórnvalda snúast ekki um að velgengnin dreifist með réttlátum hætti. Almenningur í landinu sér líka ýmis dæmi þar sem útvaldir hópar njóta sérkjara. Nærtækt er að nefna sölu hlutabréfa í Símanum þar sem Arion-banki bauð þá hluti fáum útvöldum aðilum á sérkjörum, mun hagstæðari en bjóðast almenningi. Þetta er önnur ástæða þess að venjulegt fólk krefst kjarabóta og neitar að sitja uppi með svartapéturinn þegar öðrum eru afhent tromp á silfurfati. Það ætti að vera forgangsmál íslenskra stjórnvalda að tryggja réttlátar leikreglur og gagnsæi í fjármálakerfinu, tryggja jöfnuð og rétta hlut hinna tekjulægri í öllum sínum aðgerðum. Þar erum við á rangri leið eins og sést á tölum um auðsöfnun hinna ríkustu, ríkasta eina prósentið á fjórðung alls auðs á Íslandi. Jöfnuður er ekki einungis réttlætismál, hann skapar líka aukna hagsæld eins og komið hefur fram í nýjum skýrslum OECD um tengsl hagsældar og jafnaðar. Þetta snýst ekki einungis um hugmyndafræði og réttlæti, heldur líka skynsemi.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun