Volkswagen Tiguan Coupé R Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 10:09 Volkswagen Tiguan Coupé R. Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent
Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent