Horfðu í augun á mér og segðu að allt sé í lagi Arndís Halla Jóhannesdóttir skrifar 4. maí 2015 22:32 Í uppvextinum lærum við mörg góð gildi sem okkur er ráðlagt að lifa eftir. Eitt af því sem við lærum er að allt sem við segjum eða gerum hefur afleiðingar, okkur líður vel þegar við fáum hrós eða eitthvað fallegt er sagt við okkur, eins líður okkur illa þegar eitthvað ljótt er sagt við okkur eða þegar eitthvað er gert á okkar hlut. Hver og einn einstaklingur hefur það vald að geta ákveðið hvernig hann vill koma fram við aðra, það er bara ég sem get ákveðið hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og geri. Ég hef gengið í gegnum tvær krabbameinsmeðferðir og þarf reglulegt eftirlit og nokkuð örar en gengur og gerist. Á fimmtudaginn fór ég á Landspítalann þar sem ég átti tíma í segulómun, en það er tæki sem ég hef þurft að fara í miklu oftar en ég vildi. Þegar ég mætti fékk ég þær upplýsingar að það væri verkfall og því yrði engin segulómun í dag, það yrði kallað í mig þegar ég kæmist að. Ég vildi óska að staðan væri sú að ég hefði gengið út af spítalanum pollróleg og haldið mínu striki en svo er ekki, ég táraðist á leið út í bíl, af því að nú vissi ég að óvissan og biðin eftir niðurstöðu væri bara einhvern tímann í framtíðinni. Mér fannst ég beitt einhverju sem að mér var kennt í uppvextinum að væri rangt, þarna úti eru einhverjir sem er alveg sama um það hvort ég komist í segulómunina, eða hvað?Mig langar að beina orðum mínum að því ágæta fólki sem situr hvorum megin við samningaborðið og og tala við hvern og einn: ,,Líttu í kringum þig, hugsaðu um þig og þína nánustu, settu þig svo í spor þeirra sem þannig er komið fyrir að öryggi þeirra sé ógnað vegna þeirra aðgerða sem nú eru í gangi og þú ert einn/ein af þeim sem berð ábyrgð á því að þetta er raunin.“ Ég er svo heppin að starfa mikið með börnum og unglingum og margoft hef ég minnt þau á mikilvægi þess að senda aldrei frá sér skilaboð á samfélags- og samskiptamiðla sem eru þess eðlis að þau myndu ekki treysta sér til að horfa í augun á viðkomandi og segja það sem þau skrifa. Ég myndi þakklát vilja horfa í augun á þeim sem vill útskýra fyrir mér og öllum hinum sem er ógnað þessa dagana að staðan í dag sé réttlætanleg á einhvern hátt. Ég vona innilega að allt fari vel. Baráttukveðjur, Arndís Halla Jóhannesdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Í uppvextinum lærum við mörg góð gildi sem okkur er ráðlagt að lifa eftir. Eitt af því sem við lærum er að allt sem við segjum eða gerum hefur afleiðingar, okkur líður vel þegar við fáum hrós eða eitthvað fallegt er sagt við okkur, eins líður okkur illa þegar eitthvað ljótt er sagt við okkur eða þegar eitthvað er gert á okkar hlut. Hver og einn einstaklingur hefur það vald að geta ákveðið hvernig hann vill koma fram við aðra, það er bara ég sem get ákveðið hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og geri. Ég hef gengið í gegnum tvær krabbameinsmeðferðir og þarf reglulegt eftirlit og nokkuð örar en gengur og gerist. Á fimmtudaginn fór ég á Landspítalann þar sem ég átti tíma í segulómun, en það er tæki sem ég hef þurft að fara í miklu oftar en ég vildi. Þegar ég mætti fékk ég þær upplýsingar að það væri verkfall og því yrði engin segulómun í dag, það yrði kallað í mig þegar ég kæmist að. Ég vildi óska að staðan væri sú að ég hefði gengið út af spítalanum pollróleg og haldið mínu striki en svo er ekki, ég táraðist á leið út í bíl, af því að nú vissi ég að óvissan og biðin eftir niðurstöðu væri bara einhvern tímann í framtíðinni. Mér fannst ég beitt einhverju sem að mér var kennt í uppvextinum að væri rangt, þarna úti eru einhverjir sem er alveg sama um það hvort ég komist í segulómunina, eða hvað?Mig langar að beina orðum mínum að því ágæta fólki sem situr hvorum megin við samningaborðið og og tala við hvern og einn: ,,Líttu í kringum þig, hugsaðu um þig og þína nánustu, settu þig svo í spor þeirra sem þannig er komið fyrir að öryggi þeirra sé ógnað vegna þeirra aðgerða sem nú eru í gangi og þú ert einn/ein af þeim sem berð ábyrgð á því að þetta er raunin.“ Ég er svo heppin að starfa mikið með börnum og unglingum og margoft hef ég minnt þau á mikilvægi þess að senda aldrei frá sér skilaboð á samfélags- og samskiptamiðla sem eru þess eðlis að þau myndu ekki treysta sér til að horfa í augun á viðkomandi og segja það sem þau skrifa. Ég myndi þakklát vilja horfa í augun á þeim sem vill útskýra fyrir mér og öllum hinum sem er ógnað þessa dagana að staðan í dag sé réttlætanleg á einhvern hátt. Ég vona innilega að allt fari vel. Baráttukveðjur, Arndís Halla Jóhannesdóttir.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar