Chia grautur
1 dl chia-fræ
2 dl möndlumjöl
½ dl kókosmjöl
1 dl frosin bláber
Ferskir ávextir t.d. jarðarber, bláber og banani
Hellið chia-fræjum, kókosmjöli og möndlumjólk í skál og blandið saman. Bætið bláberjum saman við, helst frosnum og blandið. Hellið grautnum í krukku eða skál og geymið í ísskápnum yfir nótt.
Skreytið grautinn gjarnan með ferskum ávöxtur.

Sesarsalat
Hvítlaukssósa
1 dós sýrður rjómi
1 tsk. dijon-sinnep
2–3 tsk. majónes
1 tsk. hvítvínsedik
1 tsk. sítrónusafi
Salt og pipar
2 hvítlauksrif
50–60 g nýrifinn parmesanostur
Maukið allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið í kæli áður en þið berið fram með salatinu.
Salatið
3 kjúklingabringur, skornar í teninga
Ólífuolía
Salt og pipar
Kjúklingakrydd
100 g beikon
Kál, magn eftir smekk (helst romain-salat)
1 agúrka
10 kirsuberjatómatar
Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu, kryddið til með salti, pipar og kjúklingakryddi. Steikið beikonið á annarri pönnu eða steikið í ofni. Saxið kálið smátt og dreifið á fat. Skerið agúrkuna, tómatana og beikonið í litla bita og dreifið yfir kálið. Því næst bætið þið kjúklingabitunum og brauðteningunum yfir salatið. Í lokin rífið þið duglega af parmesanosti yfir allt salatið og ekki spara ostinn!
Hvítlauksbrauðteningar
Hvítt brauð
1 dl ólífuolía
Salt og pipar
2 hvítlauksrif
Blandið saman ólífuolíu, pressuðum hvítlauk, salti og pipar í skál. Skerið brauðið í teninga og veltið þeim upp úr hvítlauksolíunni. Leggið brauðteningana á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í nokkrar mínútur eða þar til þeir eru gullinbrúnir og stökkir.