Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 17:36 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis. Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis.
Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent