„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 12:00 Hannes Smárason og Lárus Welding. Vísir/Gva/Stefán Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan „gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika“, eins og Þorvaldur orðaði það fyrir dómi í dag. Því hefði verið stofnað til Stím-viðskiptanna. Þetta kom fram þegar saksóknari spurði hann út í 1. og 2. ákærulið í Stím-málinu en í þeim liðum er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns sem bankinn veitti Stím til að kaupa hlutabréf sem bankinn átti í sjálfum sér og FL Group í nóvember 2007. FL Group var einn stærsti hluthafinn í Glitni en Hannes Smárason var forstjóri félagsins þar til í desember 2007. Þurfti „að passa“ að hvorki FL Group né Hannes færu illaÍ símtali milli Þorvaldar Lúðvíks og Elmars Svavarssonar, þá verðbréfamiðlara í Glitni, sem spilað var fyrir dómi í dag ræða þeir um Stím-viðskiptin. Símtalið er frá 13. nóvember 2007 en daginn áður hafði áhættunefnd Glitnis samþykkt að lána félaginu allt að 24 milljarða. Saga Capital lánaði félaginu einnig fé en um miklu lægri upphæð var að ræða, nánar tiltekið einn milljarð. Í símtalinu segir Þorvaldur að allir viti að það sé „verið að passa að FL fari ekki illa og að Hannes fari ekki illa.“ Setur Þorvaldur þetta í samhengi við það að Hannes sé stærsti hluthafinn í bankanum og því verði að „passa upp á að þetta væri í lagi.“ Skömmu síðar segir hann við Elmar: „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum.“Meira eigið fé í Stím en upphaflega stóð tilElmar segir að það sé „náttúrulega driver-inn á bak við þetta,“ það er Stím-viðskiptin, og það þurfi ekkert að fara í felur með það. „Punkturinnn“ sé að koma Hannesi „úr skítnum.“ Saksóknari spurði Þorvald hvað hann hefði átt við með því að stærsti hluthafinn væri „í skítamálum“ og vísaði Þorvaldur þá í þann skilning sinn að Hannes hefði verið í lélegri fjárhagsstöðu og því ekki getað keypt hlutabréfin sem hann ætlaði að gera upphaflega. Í símtalinu var einnig talað um viðskiptin sem „erfiðan díl“ en Þorvaldur sagði að í því hefði aðeins falist að þarna hefði enn allt verið á fleygiferð hverjir myndu verða til dæmis verða hluthafar og lántakar. Einnig kom fram að honum hefði þótt „díllinn meira sound en áður“ en aðspurður sagði Þorvaldur þar hafa verið að vísa til þess að Stím myndi hafa meira eigið fé undir höndum en upphafleg stóð til. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan „gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika“, eins og Þorvaldur orðaði það fyrir dómi í dag. Því hefði verið stofnað til Stím-viðskiptanna. Þetta kom fram þegar saksóknari spurði hann út í 1. og 2. ákærulið í Stím-málinu en í þeim liðum er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns sem bankinn veitti Stím til að kaupa hlutabréf sem bankinn átti í sjálfum sér og FL Group í nóvember 2007. FL Group var einn stærsti hluthafinn í Glitni en Hannes Smárason var forstjóri félagsins þar til í desember 2007. Þurfti „að passa“ að hvorki FL Group né Hannes færu illaÍ símtali milli Þorvaldar Lúðvíks og Elmars Svavarssonar, þá verðbréfamiðlara í Glitni, sem spilað var fyrir dómi í dag ræða þeir um Stím-viðskiptin. Símtalið er frá 13. nóvember 2007 en daginn áður hafði áhættunefnd Glitnis samþykkt að lána félaginu allt að 24 milljarða. Saga Capital lánaði félaginu einnig fé en um miklu lægri upphæð var að ræða, nánar tiltekið einn milljarð. Í símtalinu segir Þorvaldur að allir viti að það sé „verið að passa að FL fari ekki illa og að Hannes fari ekki illa.“ Setur Þorvaldur þetta í samhengi við það að Hannes sé stærsti hluthafinn í bankanum og því verði að „passa upp á að þetta væri í lagi.“ Skömmu síðar segir hann við Elmar: „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum.“Meira eigið fé í Stím en upphaflega stóð tilElmar segir að það sé „náttúrulega driver-inn á bak við þetta,“ það er Stím-viðskiptin, og það þurfi ekkert að fara í felur með það. „Punkturinnn“ sé að koma Hannesi „úr skítnum.“ Saksóknari spurði Þorvald hvað hann hefði átt við með því að stærsti hluthafinn væri „í skítamálum“ og vísaði Þorvaldur þá í þann skilning sinn að Hannes hefði verið í lélegri fjárhagsstöðu og því ekki getað keypt hlutabréfin sem hann ætlaði að gera upphaflega. Í símtalinu var einnig talað um viðskiptin sem „erfiðan díl“ en Þorvaldur sagði að í því hefði aðeins falist að þarna hefði enn allt verið á fleygiferð hverjir myndu verða til dæmis verða hluthafar og lántakar. Einnig kom fram að honum hefði þótt „díllinn meira sound en áður“ en aðspurður sagði Þorvaldur þar hafa verið að vísa til þess að Stím myndi hafa meira eigið fé undir höndum en upphafleg stóð til.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06
Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52
Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30