Þegar æði grípur landann ingvar haraldsson skrifar 11. ágúst 2015 13:00 Mörg þúsund mættir fyrir opnun Bauhaus vorið 2012. Vísir Dunkin‘ Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. Fjölmörg dæmi eru um að langar biðraðir hafi myndast þegar erlendar verslanir og veitingastaðir eru opnaðir hér á landi. Dæmi er um að sjálfur forsætisráðherra hafi farið fyrir fjölmennum hópi fólks sem hefur fagnað komu erlends risa hingað til lands. Hér má sjá nokkur dæmi um erlendar keðjur sem slegið hafa í gegn en listinn er langt í frá tæmandi.Versluðu fyrir milljarð í Bauhaus Umferðaröngþveiti myndaðist fyrir utan Bauhaus áður en verslunin var opnuð klukkan átta laugardaginn 5. maí árið 2012. Öll sex hundruð bílastæði verslunarinnar voru upptekin löngu fyrir opnun og búið var að leggja á nær hvern auðan blett við verslunina. Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar, áætlaði að milli fimm og sex þúsund manns hefðu verið fyrir utan verslunina þegar hún var opnuð til að taka þátt í happdrætti og kaupa gasgrill og fleira á opnunartilboði. Fyrstu vikuna versluðu Íslendingar í Bauhaus fyrir tæpan milljarð króna. Svíar aldrei séð annað eins og þegar Íslendingar mættu í Smáralind við opnun Lindex.Þurftu að loka því allt kláraðist Loka þurfti verslun Lindex í Smáralind eftir opnunarhelgina árið 2011 þar sem nær allar vörur verslunarinnar höfðu selst upp. Johan Eyram Isacson, talsmaður Lindex í Svíþjóð, sagðist aldrei hafa upplifað annað eins kaupæði við opnun Lindex-verslunar. Vörurnar hefðu átt að endast í margar vikur.Hleypt inn í hollum í Toys R Us.VísirFögnuðu komu Toys R Us Löng biðröð var fyrir utan Turninn þegar bandaríska leikfangaverslunin Toys R Us var opnuð í október 2007. Hleypa þurfti inn í hollum til að forðast örtröð inni í versluninni. Opnunarhelgina voru seld leikföng fyrir 70 milljónir króna. Í dag rekur fyrirtækið þrjár verslanir hér á landi. Auk þeirrar fyrrnefndu er Toys R Us á Korputorgi og sömuleiðis á Glerártorgi á Akureyri.Davíð tekur fyrsta bitann.Vísir/GVAFurðuðu sig á stóru McDonalds-skilti Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, borðaði fyrsta BigMac-hamborgarann á McDonalds í september 1993. Múgur og margmenni safnaðist saman við opnunina. McDonalds lækkaði þó verð fljótlega eftir opnun þar sem viðskiptin voru ekki nægjanleg. Ekki voru allir sáttir við starfsemi McDonalds. Bökurum þótti einkennilegt að flutt væri inn hamborgarabrauð frá Bretlandi. Þá var rætt í byggingarnefnd hvort taka ætti niður ríflega 10 metra hátt McDonalds-skilti við staðinn því það stæðist ekki byggingareglugerð. Fyrsti staðurinn var opnaður í Skeifunni en síðar voru opnaðir staðir bæði í Lækjargötu og í Kringlunni. Reksturinn gekk þó ekki sem skildi og var síðasta staðnum lokað í lok október 20009.Kentucky-kjúklingur til landsinsMynd/Elín EinarsdóttirÞeir fyrstu fengu kampavín og blóm Mikla athygli vakti þegar Kentucky Fried Chicken var opnað við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í október árið 1980. Þá var í fyrsta sinn hægt að fá kjúkling á Íslandi á "Kentucky-vísu“. Hér tekur Helgi Vilhjálmsson við viðurkenningu frá fulltrúa KFC. Fyrstu viðskiptavinir staðarins voru leystir út með kampavíni og blómvendi. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Dunkin‘ Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. Fjölmörg dæmi eru um að langar biðraðir hafi myndast þegar erlendar verslanir og veitingastaðir eru opnaðir hér á landi. Dæmi er um að sjálfur forsætisráðherra hafi farið fyrir fjölmennum hópi fólks sem hefur fagnað komu erlends risa hingað til lands. Hér má sjá nokkur dæmi um erlendar keðjur sem slegið hafa í gegn en listinn er langt í frá tæmandi.Versluðu fyrir milljarð í Bauhaus Umferðaröngþveiti myndaðist fyrir utan Bauhaus áður en verslunin var opnuð klukkan átta laugardaginn 5. maí árið 2012. Öll sex hundruð bílastæði verslunarinnar voru upptekin löngu fyrir opnun og búið var að leggja á nær hvern auðan blett við verslunina. Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar, áætlaði að milli fimm og sex þúsund manns hefðu verið fyrir utan verslunina þegar hún var opnuð til að taka þátt í happdrætti og kaupa gasgrill og fleira á opnunartilboði. Fyrstu vikuna versluðu Íslendingar í Bauhaus fyrir tæpan milljarð króna. Svíar aldrei séð annað eins og þegar Íslendingar mættu í Smáralind við opnun Lindex.Þurftu að loka því allt kláraðist Loka þurfti verslun Lindex í Smáralind eftir opnunarhelgina árið 2011 þar sem nær allar vörur verslunarinnar höfðu selst upp. Johan Eyram Isacson, talsmaður Lindex í Svíþjóð, sagðist aldrei hafa upplifað annað eins kaupæði við opnun Lindex-verslunar. Vörurnar hefðu átt að endast í margar vikur.Hleypt inn í hollum í Toys R Us.VísirFögnuðu komu Toys R Us Löng biðröð var fyrir utan Turninn þegar bandaríska leikfangaverslunin Toys R Us var opnuð í október 2007. Hleypa þurfti inn í hollum til að forðast örtröð inni í versluninni. Opnunarhelgina voru seld leikföng fyrir 70 milljónir króna. Í dag rekur fyrirtækið þrjár verslanir hér á landi. Auk þeirrar fyrrnefndu er Toys R Us á Korputorgi og sömuleiðis á Glerártorgi á Akureyri.Davíð tekur fyrsta bitann.Vísir/GVAFurðuðu sig á stóru McDonalds-skilti Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, borðaði fyrsta BigMac-hamborgarann á McDonalds í september 1993. Múgur og margmenni safnaðist saman við opnunina. McDonalds lækkaði þó verð fljótlega eftir opnun þar sem viðskiptin voru ekki nægjanleg. Ekki voru allir sáttir við starfsemi McDonalds. Bökurum þótti einkennilegt að flutt væri inn hamborgarabrauð frá Bretlandi. Þá var rætt í byggingarnefnd hvort taka ætti niður ríflega 10 metra hátt McDonalds-skilti við staðinn því það stæðist ekki byggingareglugerð. Fyrsti staðurinn var opnaður í Skeifunni en síðar voru opnaðir staðir bæði í Lækjargötu og í Kringlunni. Reksturinn gekk þó ekki sem skildi og var síðasta staðnum lokað í lok október 20009.Kentucky-kjúklingur til landsinsMynd/Elín EinarsdóttirÞeir fyrstu fengu kampavín og blóm Mikla athygli vakti þegar Kentucky Fried Chicken var opnað við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í október árið 1980. Þá var í fyrsta sinn hægt að fá kjúkling á Íslandi á "Kentucky-vísu“. Hér tekur Helgi Vilhjálmsson við viðurkenningu frá fulltrúa KFC. Fyrstu viðskiptavinir staðarins voru leystir út með kampavíni og blómvendi.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent