GM veðjar á Indland Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 08:32 Umferðaröngþveiti í indverskri borg. Bílamarkaðurinn í Indlandi hefur verið í nokkurri lægð á undaförnum árum og þar seljast tæplega 3 milljónir bíla á ári. Ýmis teikn eru þó á lofti um aukna sölu á næstu árum og því er spáð að árið 2020 verði Indland orðinn þriðji stærsti bílamarkaður heims á eftir Kína og Bandaríkjunum. General Motors ætlar greinilega ekki að missa af þessum vagni og ætlar á næstu árum að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara, eða um 134 milljarða króna í starfsemi sína í Indlandi. Enn smár bílasali í Indlandi GM seldi aðeins 56.700 bíla í fyrra í Indlandi og var markaðshlutdeild þeirra aðeins 1,8%. Þessu ætlar Mary Barra, forstjóri GM að breyta og vaxa afar hratt í Indlandi. Stefnan er að kynna 10 nýja bíla í Indlandi á næstu 5 árum og verða þeir framleiddir þar. Í dag eru japanskir og kóreskir bílaframleiðendur ráðandi á bílamarkaðnum í Indlandi. Framleiðendur eins og Suzuki og Hyundai hafa náð miklum árangri í Indlandi en bandarísk og evrópsk bílafyrirtæki hafa ekki náð að festa nægilega rótum í Indlandi og bjóða ekki nógu litla og ódýra bíla þar. Verður smíðamiðstöð fyrir ódýra bíla GM GM ætlar einmitt að framleiða ódýra og smáa bíla í Indlandi og ekki bara selja þá þar heldur einnig í öðrum löndum í Asíu. Þar munu nýjar verksmiðjur GM í Indlandi leika aðalhlutverk. Í leiðinni ætlar GM að draga úr framleiðslu sinni í S-Kóreu, en þar eru framleiddir fimmtungur af bílum GM á hverju ári. Hækkandi launakostnaður í S-Kóreu hefur hinsvegar valdið GM áhyggjum og stefnan er að flytja talsvert af framleiðslunni þaðan í nýjar verksmiðjur í Indlandi. Framleiðslan í S-Kóreru mun í leiðinni breytast í framleiðslu dýrari bíla GM. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent
Bílamarkaðurinn í Indlandi hefur verið í nokkurri lægð á undaförnum árum og þar seljast tæplega 3 milljónir bíla á ári. Ýmis teikn eru þó á lofti um aukna sölu á næstu árum og því er spáð að árið 2020 verði Indland orðinn þriðji stærsti bílamarkaður heims á eftir Kína og Bandaríkjunum. General Motors ætlar greinilega ekki að missa af þessum vagni og ætlar á næstu árum að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara, eða um 134 milljarða króna í starfsemi sína í Indlandi. Enn smár bílasali í Indlandi GM seldi aðeins 56.700 bíla í fyrra í Indlandi og var markaðshlutdeild þeirra aðeins 1,8%. Þessu ætlar Mary Barra, forstjóri GM að breyta og vaxa afar hratt í Indlandi. Stefnan er að kynna 10 nýja bíla í Indlandi á næstu 5 árum og verða þeir framleiddir þar. Í dag eru japanskir og kóreskir bílaframleiðendur ráðandi á bílamarkaðnum í Indlandi. Framleiðendur eins og Suzuki og Hyundai hafa náð miklum árangri í Indlandi en bandarísk og evrópsk bílafyrirtæki hafa ekki náð að festa nægilega rótum í Indlandi og bjóða ekki nógu litla og ódýra bíla þar. Verður smíðamiðstöð fyrir ódýra bíla GM GM ætlar einmitt að framleiða ódýra og smáa bíla í Indlandi og ekki bara selja þá þar heldur einnig í öðrum löndum í Asíu. Þar munu nýjar verksmiðjur GM í Indlandi leika aðalhlutverk. Í leiðinni ætlar GM að draga úr framleiðslu sinni í S-Kóreu, en þar eru framleiddir fimmtungur af bílum GM á hverju ári. Hækkandi launakostnaður í S-Kóreu hefur hinsvegar valdið GM áhyggjum og stefnan er að flytja talsvert af framleiðslunni þaðan í nýjar verksmiðjur í Indlandi. Framleiðslan í S-Kóreru mun í leiðinni breytast í framleiðslu dýrari bíla GM.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent