Skrýtið að fólk sé farið að þekkja mann Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 2. maí 2015 08:00 Heiða nýtur mikilla vinsælda úti í Bretlandi, í kjölfar sýninga á þáttunum Poldark. Vísir/getty Bresku þættirnir Poldark hafa slegið í gegn í Bretlandi, en þar fer leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir með eitt af aðalhlutverkunum. „Það er eiginlega algjör heiður að mæta í vinnuna, að fá að vinna með svona mörgu góðu fólki og með gott handrit.“ Tökum á fyrstu seríu lauk fyrir skemmstu og er stefnt að því að tökur á annarri seríu hefjist í september. „Það er ekkert gefið að halda áfram með sjónvarpsseríur, sérstaklega ef maður gerir bara samning um eina í einu. Þetta veltur allt á áhorfinu,“ segir hún, en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda ytra.Heiður að vinna fyrir BAFTA Um síðustu helgi fékk hún þann heiður að afhenda verðlaun á BAFTA Craft-verðlaunahátíðinni, þar sem fólkið á bak við tjöldin var verðlaunað. „Ég var ekkert smá hissa þegar umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og tilkynnti mér að ég ætti að afhenda verðlaun. BAFTA er virðuleg stofnun og það er mikill heiður að fá að vinna með henni.“ Hún segist ekki reikna með því að fara á stóru hátíðina sem fer fram í maí, enda sé þátturinn það nýr að hann komi ekki til greina til tilnefningar fyrr en að ári liðnu.Heiða á BAFTA Craft hátíðinni.Vísir/GettyStöðvuð í lestinni Heiða segist ekki enn vera búin að venjast því að ókunnugt fólk þekki hana úti á götu, og jafnvel stöðvi hana. „Stundum held ég hreinlega að ég sé að ímynda mér að fólk sé að horfa á mig,“ segir hún og hlær. „Það er eiginlega vandræðalegast að lenda í því í lestinni, því þá kemst maður ekki neitt. Ég lenti í því um daginn að einhver kona sem var aðdáandi, alveg yndisleg samt, talaði við mig í lestinni í gegnum 4 eða 5 stopp. Ég auðvitað komst ekkert og sökum þess hversu lengi hún talaði við mig þá tóku allir eftir mér og horfðu.“ Íslandsheimsókn í sumar Aðspurð hvort hana langi að taka að sér fleiri verkefni heima á Íslandi segist hún meira en til í það. „Það er ótrúlega gaman að vinna heima og mér finnst verkefnin verða metnaðarfyllri og flottari með hverju árinu sem líður. Ég ber mikla virðingu fyrir bransanum heima og leikurunum, sem eru hver öðrum hæfileikaríkari.“ Þessa dagana er Heiða að leika í leikritinu Scarlett, sem fjallar um unga stúlku sem verður fyrir barðinu á hefndarklámi og hvernig hún vinnur úr þeirri lífsreynslu. Sumarið er óljóst hvað verkefni varðar. „Ég er að skoða ýmislegt og hef farið á nokkra fundi vegna verkefna, en það er ekkert ákveðið.“ Hún stefnir að því að koma til Íslands í júlí og mögulega aftur í ágúst, ásamt leikurum úr þáttunum. „Þá langar mikið að koma og vonandi finnum við tíma til þess. Ég þarf að sýna þeim gullna hringinn og fara með þau í hvalaskoðun og svona,“ segir hún og hlær. Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Bresku þættirnir Poldark hafa slegið í gegn í Bretlandi, en þar fer leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir með eitt af aðalhlutverkunum. „Það er eiginlega algjör heiður að mæta í vinnuna, að fá að vinna með svona mörgu góðu fólki og með gott handrit.“ Tökum á fyrstu seríu lauk fyrir skemmstu og er stefnt að því að tökur á annarri seríu hefjist í september. „Það er ekkert gefið að halda áfram með sjónvarpsseríur, sérstaklega ef maður gerir bara samning um eina í einu. Þetta veltur allt á áhorfinu,“ segir hún, en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda ytra.Heiður að vinna fyrir BAFTA Um síðustu helgi fékk hún þann heiður að afhenda verðlaun á BAFTA Craft-verðlaunahátíðinni, þar sem fólkið á bak við tjöldin var verðlaunað. „Ég var ekkert smá hissa þegar umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og tilkynnti mér að ég ætti að afhenda verðlaun. BAFTA er virðuleg stofnun og það er mikill heiður að fá að vinna með henni.“ Hún segist ekki reikna með því að fara á stóru hátíðina sem fer fram í maí, enda sé þátturinn það nýr að hann komi ekki til greina til tilnefningar fyrr en að ári liðnu.Heiða á BAFTA Craft hátíðinni.Vísir/GettyStöðvuð í lestinni Heiða segist ekki enn vera búin að venjast því að ókunnugt fólk þekki hana úti á götu, og jafnvel stöðvi hana. „Stundum held ég hreinlega að ég sé að ímynda mér að fólk sé að horfa á mig,“ segir hún og hlær. „Það er eiginlega vandræðalegast að lenda í því í lestinni, því þá kemst maður ekki neitt. Ég lenti í því um daginn að einhver kona sem var aðdáandi, alveg yndisleg samt, talaði við mig í lestinni í gegnum 4 eða 5 stopp. Ég auðvitað komst ekkert og sökum þess hversu lengi hún talaði við mig þá tóku allir eftir mér og horfðu.“ Íslandsheimsókn í sumar Aðspurð hvort hana langi að taka að sér fleiri verkefni heima á Íslandi segist hún meira en til í það. „Það er ótrúlega gaman að vinna heima og mér finnst verkefnin verða metnaðarfyllri og flottari með hverju árinu sem líður. Ég ber mikla virðingu fyrir bransanum heima og leikurunum, sem eru hver öðrum hæfileikaríkari.“ Þessa dagana er Heiða að leika í leikritinu Scarlett, sem fjallar um unga stúlku sem verður fyrir barðinu á hefndarklámi og hvernig hún vinnur úr þeirri lífsreynslu. Sumarið er óljóst hvað verkefni varðar. „Ég er að skoða ýmislegt og hef farið á nokkra fundi vegna verkefna, en það er ekkert ákveðið.“ Hún stefnir að því að koma til Íslands í júlí og mögulega aftur í ágúst, ásamt leikurum úr þáttunum. „Þá langar mikið að koma og vonandi finnum við tíma til þess. Ég þarf að sýna þeim gullna hringinn og fara með þau í hvalaskoðun og svona,“ segir hún og hlær.
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira