Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2015 20:15 Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni. Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni.
Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30
Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00
Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent