Vara við ofhitnum hagkerfisins ingvar haraldsson skrifar 15. október 2015 12:15 Ingólfur Bender er forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka. vísir/gva Varað er við að ofhitnum hagkerfisins gæti átt sér stað á næstu tveimur árum í nýrri þjóðhagsspá Greiningardeildar Íslandsbanka fyrir árin 2015-2017. „Hætta er á því að ofþensla myndist í hagkerfinu á spátímabilinu þar sem ójafnvægi skapast með of miklum vexti innlendrar eftirspurnar og launahækkunum umfram það sem innistæða er fyrir,“ segir í spánni. Líklegt sé að það muni enda með sama hætti og áður í íslenskri hagsögu: Hagkerfið skreppi saman, gegni krónunnar lækki, atvinnuleysi aukist og kaupmáttur rýrni.Þáttaskil fram undan í efnahagslífinuÍslandsbanki segir þenslueinkenni þegar að verða sýnileg á vinnumarkaði og eignamarkaði og því séu fram undan er talsvert hröð hækkun launa og húsnæðisverðs.Sjá einnig: Búst við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs„Þáttaskil eru að eiga sér stað í íslensku efnahagslífi. Eftir tímabil talsverðs slaka eru nú farin að sjást merki um spennu á vissum sviðum hagkerfisins,“ segir enn fremur í spánni. Íslandsbanki býst við að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári, 4,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2017. Hagvöxturinn verði einna helst drifinn áfram af vexti í innlendri eftirspurn.Íslandsbanki býst við því að landsframleiðsla á mann fari upp fyrir hápunkt hennar fyrir bankahrun.mynd/íslandsbankiVinnuafl flutt inn Íslandsbanki spáir einnig áframhaldandi vexti í útflutningi, sem megi að stórum hluta rekja til ferðaþjónustunnar en þó einnig til sjávarútvegs. Spáum við 7,7% vexti útflutnings vöru og þjónustu í ár, 3,8% á næsta ári og 3,1% árið 2017.Vænta má að hratt dragi úr atvinnuleysi, það fari niður í 3,5% árið 2017 samanborið við 5,0% í fyrra.Reikna með vaxtahækkunum SeðlabankansÞá verði eftirspurn eftir vinnuafli að stórum hluta mætt með innflutningi á vinnuafli. „Mun þetta draga úr þenslu á vinnumarkaði og gera það að verkum að launaskrið verður minna en ella,“ segir í greiningunni. Íslandsbanki býst við að verðbólga muni haldast nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næstunni en aukast þegar líða tekur á spátímabilið og fara nokkuð yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Verðbólga verður 3,7 prósent árið 2017 gangi spáin eftir. Líklegt sé að peningastefnunefnd Seðlabankans muni bregðast við þróuninni með frekari vaxtahækkunum.Afnám hafta skapar óvissu Þá er óvissa um hvaða áhrif losun fjármagnshafta mun hafa á efnahagslífið.„Um er að ræða afar stóra framkvæmd þar sem áhrif á peningastærðir og raunhagkerfið eru alls ekki með öllu fyrirséð. Óvíst er þannig með hvaða hætti þær aðgerðir munu hafa áhrif á stöðugleika hagkerfisins til skemmri tíma litið þó að losun fjármagnshafta sé afar jákvætt skref fyrir íslenskt efnahagslíf og stór hluti af þeim þáttaskilum sem eru að eiga sér stað í hagkerfinu um þessar mundir,“ segir í spánni.Búist er við frekari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að mæta aukinn verðbólgu. Vísir/PjeturStaða fyrirtækja og heimila að batna Þá er búist við að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna muni aukast áfram og eiginfjárstaða heimilanna muni batna með hækkun á eignaverði, þar með talið íbúðaverði og lækkun á skuldum heimilanna. „Reiknum við með því að hagur heimilanna muni halda áfram að vænkast á næstunni sem mun birtast í aukinni neyslu sem og fjárfestingum heimilanna. Spáum við 4,8% vexti einkaneyslu í ár, 5,2% á næsta ári og 2,8% 2017,“ segir í spánni. Þá séu rekstrarskilyrði fyrirtækja að taka talsverðum breytingum. „Töluverður vöxtur er í innlendri eftirspurn en hagvöxtur í helstu viðskiptalöndunum hefur aftur á móti verið hægur.“ Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Varað er við að ofhitnum hagkerfisins gæti átt sér stað á næstu tveimur árum í nýrri þjóðhagsspá Greiningardeildar Íslandsbanka fyrir árin 2015-2017. „Hætta er á því að ofþensla myndist í hagkerfinu á spátímabilinu þar sem ójafnvægi skapast með of miklum vexti innlendrar eftirspurnar og launahækkunum umfram það sem innistæða er fyrir,“ segir í spánni. Líklegt sé að það muni enda með sama hætti og áður í íslenskri hagsögu: Hagkerfið skreppi saman, gegni krónunnar lækki, atvinnuleysi aukist og kaupmáttur rýrni.Þáttaskil fram undan í efnahagslífinuÍslandsbanki segir þenslueinkenni þegar að verða sýnileg á vinnumarkaði og eignamarkaði og því séu fram undan er talsvert hröð hækkun launa og húsnæðisverðs.Sjá einnig: Búst við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs„Þáttaskil eru að eiga sér stað í íslensku efnahagslífi. Eftir tímabil talsverðs slaka eru nú farin að sjást merki um spennu á vissum sviðum hagkerfisins,“ segir enn fremur í spánni. Íslandsbanki býst við að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári, 4,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2017. Hagvöxturinn verði einna helst drifinn áfram af vexti í innlendri eftirspurn.Íslandsbanki býst við því að landsframleiðsla á mann fari upp fyrir hápunkt hennar fyrir bankahrun.mynd/íslandsbankiVinnuafl flutt inn Íslandsbanki spáir einnig áframhaldandi vexti í útflutningi, sem megi að stórum hluta rekja til ferðaþjónustunnar en þó einnig til sjávarútvegs. Spáum við 7,7% vexti útflutnings vöru og þjónustu í ár, 3,8% á næsta ári og 3,1% árið 2017.Vænta má að hratt dragi úr atvinnuleysi, það fari niður í 3,5% árið 2017 samanborið við 5,0% í fyrra.Reikna með vaxtahækkunum SeðlabankansÞá verði eftirspurn eftir vinnuafli að stórum hluta mætt með innflutningi á vinnuafli. „Mun þetta draga úr þenslu á vinnumarkaði og gera það að verkum að launaskrið verður minna en ella,“ segir í greiningunni. Íslandsbanki býst við að verðbólga muni haldast nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næstunni en aukast þegar líða tekur á spátímabilið og fara nokkuð yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Verðbólga verður 3,7 prósent árið 2017 gangi spáin eftir. Líklegt sé að peningastefnunefnd Seðlabankans muni bregðast við þróuninni með frekari vaxtahækkunum.Afnám hafta skapar óvissu Þá er óvissa um hvaða áhrif losun fjármagnshafta mun hafa á efnahagslífið.„Um er að ræða afar stóra framkvæmd þar sem áhrif á peningastærðir og raunhagkerfið eru alls ekki með öllu fyrirséð. Óvíst er þannig með hvaða hætti þær aðgerðir munu hafa áhrif á stöðugleika hagkerfisins til skemmri tíma litið þó að losun fjármagnshafta sé afar jákvætt skref fyrir íslenskt efnahagslíf og stór hluti af þeim þáttaskilum sem eru að eiga sér stað í hagkerfinu um þessar mundir,“ segir í spánni.Búist er við frekari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að mæta aukinn verðbólgu. Vísir/PjeturStaða fyrirtækja og heimila að batna Þá er búist við að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna muni aukast áfram og eiginfjárstaða heimilanna muni batna með hækkun á eignaverði, þar með talið íbúðaverði og lækkun á skuldum heimilanna. „Reiknum við með því að hagur heimilanna muni halda áfram að vænkast á næstunni sem mun birtast í aukinni neyslu sem og fjárfestingum heimilanna. Spáum við 4,8% vexti einkaneyslu í ár, 5,2% á næsta ári og 2,8% 2017,“ segir í spánni. Þá séu rekstrarskilyrði fyrirtækja að taka talsverðum breytingum. „Töluverður vöxtur er í innlendri eftirspurn en hagvöxtur í helstu viðskiptalöndunum hefur aftur á móti verið hægur.“
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent