BMW ákveður smíði X2 jepplings Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 10:54 BMW X2, enn einn bíllinn í flokki jepplinga og jeppa lúxusbílaframleiðendanna. Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent
Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent