Hyundai, Volvo og Benz selja bíla á netinu Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 10:29 Er framtíðin fólgin í bílkaupum á netinu. Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent
Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent