100.000 mótorhjól samankomin í smábæ Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 09:31 Smábærinn Sturgis í S-Dakota í Bandaríkjunum er rólegur 7.000 manna bær, en í gær voru þar samankomnir yfir 100.000 mótorhjólamenn, flestir á Harley Davidson mótorhjólum. Þessi viðburður er nú haldinn í 75. skipti og kallast Sturgis Rally. Þessi hátíð mótorhjólamanna virðist ekki vera í rólegri kantinum, en í þetta skiptið hafa 12 mótorhjólamenn látið lífið við aksturinn, 140 slasast og 74 aðrar árekstar verið skráðir. Þetta er mesta mannfall sem átt hefur sér stað á þessari hátíð. Í fyrra dóu 3 á hátíðinni, en nú er sú tala fjórföld. Einn þátttakenda á hátíðinni tók þessar myndir með hjálp dróna og í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu ótrúlegur fjöldi mótorhjóla var í bænum á þessum ótrúlega degi í Sturgis. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent
Smábærinn Sturgis í S-Dakota í Bandaríkjunum er rólegur 7.000 manna bær, en í gær voru þar samankomnir yfir 100.000 mótorhjólamenn, flestir á Harley Davidson mótorhjólum. Þessi viðburður er nú haldinn í 75. skipti og kallast Sturgis Rally. Þessi hátíð mótorhjólamanna virðist ekki vera í rólegri kantinum, en í þetta skiptið hafa 12 mótorhjólamenn látið lífið við aksturinn, 140 slasast og 74 aðrar árekstar verið skráðir. Þetta er mesta mannfall sem átt hefur sér stað á þessari hátíð. Í fyrra dóu 3 á hátíðinni, en nú er sú tala fjórföld. Einn þátttakenda á hátíðinni tók þessar myndir með hjálp dróna og í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu ótrúlegur fjöldi mótorhjóla var í bænum á þessum ótrúlega degi í Sturgis.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent