Fiat 124 Spider kemur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2015 09:20 Fiat 124 Spider. Það hefur legið ljóst fyrir í nokkurn tíma að Fiat ætlar brátt að selja lítinn blæjubíl sem fá mun nafnið Fiat 124 Spider. Þessi snaggaralegi bíll mun sjá dagsljósið á þessu ári og verður líklega sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september og á sýningunni LA Auto Show í desember. Bíllinn fer síðan í sölu á næsta ári. Það er mikil saga bak við þennan bíl, en Fiat framleiddi samskonar blæjubíl á árum áður. Þessi nýi Fiat 124 Spider er byggður á sama undirvagni og Mazda MX-5 Miata en yfirbyggingin verður allt öðruvísi. Upphaflega átti þessi bíll að bera merki Alfa Romeo, en Fiat ákvað svo að þessi bíll fengi Fiat merkið þar sem stefna Alfa Romeo væri að hanna og smíða alla bíla sína sjálfir og í eigin verksmiðjum. Þessi bíll verður smíðaður í sömu verksmiðju og Mazda MX-5 Miata er smíðaður og það í Japan. Ekki er ljóst hvaða vélbúnaður verður í boði í bílnum. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent
Það hefur legið ljóst fyrir í nokkurn tíma að Fiat ætlar brátt að selja lítinn blæjubíl sem fá mun nafnið Fiat 124 Spider. Þessi snaggaralegi bíll mun sjá dagsljósið á þessu ári og verður líklega sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september og á sýningunni LA Auto Show í desember. Bíllinn fer síðan í sölu á næsta ári. Það er mikil saga bak við þennan bíl, en Fiat framleiddi samskonar blæjubíl á árum áður. Þessi nýi Fiat 124 Spider er byggður á sama undirvagni og Mazda MX-5 Miata en yfirbyggingin verður allt öðruvísi. Upphaflega átti þessi bíll að bera merki Alfa Romeo, en Fiat ákvað svo að þessi bíll fengi Fiat merkið þar sem stefna Alfa Romeo væri að hanna og smíða alla bíla sína sjálfir og í eigin verksmiðjum. Þessi bíll verður smíðaður í sömu verksmiðju og Mazda MX-5 Miata er smíðaður og það í Japan. Ekki er ljóst hvaða vélbúnaður verður í boði í bílnum.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent