Yfirheyrslu yfir Ingólfi lokið sem átti svör við fæstum spurningum saksóknara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2015 11:59 Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í héraðsdómi fyrr í vikunni. vísir/gva „Nei,” „Ég veit það ekki,” „Ég man það ekki,” „Þú verður að spyrja þá,” og „Þú verður að spyrja Magnús.” Svona hefur Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, svarað flestum spurningum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn þeim. Í gær lauk skýrslutöku yfir Ingólfi vegan fyrsta kafla ákærunnar sem snýr að miklum kaupum bankans á hlutabréfum í sjálfum sér. Í dag var því komið að öðrum og þriðja hlut ákærunnar sem snúa að hlutabréfakaupum þriggja eignarhaldsfélaga í Kaupþingi en bankinn sjálfur seldi félögunum bréfin og fjármagnaði þau að fullu, að því er kemur fram í ákæru. Kaupin talin byggð á blekkingu og sýndarmennsku Félögin þrjú, Holt Investment, Mata og Desulo Trading, keyptu yfir 40 milljón hluti í Kaupþingi frá febrúar til september 2008. Saksóknari vill meina að kaup félaganna hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið líklegt til þess að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega og misvísandi til kynna. Ingólfur er ákærður fyrir hlutdeild sína í sölu bréfanna og hlutdeild í lánveitingum bankans til félaganna sem keyptu bréfin. Í morgun hefur hann gengist við því að hafa komið að einhverju leyti að viðskiptum félaganna með bréf í Kaupþingi. Forstjórinn fyrrverandi man hins vegar lítið nákvæmlega hvaða viðskiptum hann kom að, hver hafði frumkvæði að hvaða viðskiptum og hver ákvað magn og verð þeirra. Hann hefur hins vegar ítrekað neitað því að hafa haft einhverja aðkomu að lánveitingunum til félaganna. Hefur Ingólfur sagt að heimildir hans til lánveitinga hafi verið afar takmarkaðar. Að sama skapi hefur hann ítrekað neitað því að hafa vitað eitthvað um það að bankinn sjálfur hafi fjármagnað hlutabréfakaup félaganna þriggja. Hreiðar Már hafði yfirsýn og „eflaust“ Sigurður Vegna þessa segist Ingólfur ekki hafa haft yfirsýn yfir kaup og sölu Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér og lánveitingar vegna slíkra bréfa. Björn spurði hverjir gætu hafa haft þá yfirsýn. „Einhverjir fyrir ofan mig,” svaraði Ingólfur. Saksóknari spurði þá hverjir. „Forstjórinn [Hreiðar Már Sigurðsson], lánanefnd, stjórn...” Hann var þá spurður hvort að stjórnarformaðurinn, Sigurður Einarsson, hefði haft slíka yfirsýn. Svaraði Ingólfur því að hann hefði eflaust haft slíka yfirsýn. Skýrslutöku yfir Ingólfi lauk rétt fyrir hádegi, hálfum degi á undan áætlun. Dómþingi var því slitið en aðalmeðferðin heldur áfram á mánudagsmorgun. Þá kemur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fyrir dóminn en hann afplánar nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Saksóknari bar fjölmörg ummæli Ingólfs Helgasonar frá ákærutímabilinu undir hann í dag. 29. apríl 2015 18:30 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
„Nei,” „Ég veit það ekki,” „Ég man það ekki,” „Þú verður að spyrja þá,” og „Þú verður að spyrja Magnús.” Svona hefur Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, svarað flestum spurningum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn þeim. Í gær lauk skýrslutöku yfir Ingólfi vegan fyrsta kafla ákærunnar sem snýr að miklum kaupum bankans á hlutabréfum í sjálfum sér. Í dag var því komið að öðrum og þriðja hlut ákærunnar sem snúa að hlutabréfakaupum þriggja eignarhaldsfélaga í Kaupþingi en bankinn sjálfur seldi félögunum bréfin og fjármagnaði þau að fullu, að því er kemur fram í ákæru. Kaupin talin byggð á blekkingu og sýndarmennsku Félögin þrjú, Holt Investment, Mata og Desulo Trading, keyptu yfir 40 milljón hluti í Kaupþingi frá febrúar til september 2008. Saksóknari vill meina að kaup félaganna hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið líklegt til þess að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega og misvísandi til kynna. Ingólfur er ákærður fyrir hlutdeild sína í sölu bréfanna og hlutdeild í lánveitingum bankans til félaganna sem keyptu bréfin. Í morgun hefur hann gengist við því að hafa komið að einhverju leyti að viðskiptum félaganna með bréf í Kaupþingi. Forstjórinn fyrrverandi man hins vegar lítið nákvæmlega hvaða viðskiptum hann kom að, hver hafði frumkvæði að hvaða viðskiptum og hver ákvað magn og verð þeirra. Hann hefur hins vegar ítrekað neitað því að hafa haft einhverja aðkomu að lánveitingunum til félaganna. Hefur Ingólfur sagt að heimildir hans til lánveitinga hafi verið afar takmarkaðar. Að sama skapi hefur hann ítrekað neitað því að hafa vitað eitthvað um það að bankinn sjálfur hafi fjármagnað hlutabréfakaup félaganna þriggja. Hreiðar Már hafði yfirsýn og „eflaust“ Sigurður Vegna þessa segist Ingólfur ekki hafa haft yfirsýn yfir kaup og sölu Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér og lánveitingar vegna slíkra bréfa. Björn spurði hverjir gætu hafa haft þá yfirsýn. „Einhverjir fyrir ofan mig,” svaraði Ingólfur. Saksóknari spurði þá hverjir. „Forstjórinn [Hreiðar Már Sigurðsson], lánanefnd, stjórn...” Hann var þá spurður hvort að stjórnarformaðurinn, Sigurður Einarsson, hefði haft slíka yfirsýn. Svaraði Ingólfur því að hann hefði eflaust haft slíka yfirsýn. Skýrslutöku yfir Ingólfi lauk rétt fyrir hádegi, hálfum degi á undan áætlun. Dómþingi var því slitið en aðalmeðferðin heldur áfram á mánudagsmorgun. Þá kemur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fyrir dóminn en hann afplánar nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Saksóknari bar fjölmörg ummæli Ingólfs Helgasonar frá ákærutímabilinu undir hann í dag. 29. apríl 2015 18:30 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Saksóknari bar fjölmörg ummæli Ingólfs Helgasonar frá ákærutímabilinu undir hann í dag. 29. apríl 2015 18:30
Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent