100 ár Árni Páll Árnason skrifar 28. desember 2015 00:00 Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt: Með kosningarétti fátækra karla og eignameiri kvenna skapaðist fyrst forsenda fyrir annars konar stjórnmálaflokkum en gömlum forréttindaflokkum. Stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna er því afsprengi almennari kosningaréttar og nýs valds þeirra hópa sem fram að því höfðu verið hornreka í íslensku samfélagi. Það eru stjórnmál sem tengja saman skynsemi og réttlæti, hug og hjarta. Í 100 ár höfum við barist fyrir stærstu framfaraskrefum íslenskrar þjóðar. Almenn lýðréttindi, vinnuvernd, almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, húsnæði, orlofsréttindi, lífeyrisréttindi, baráttan gegn kynbundnum launamun, aðgangur allra að menntun og heilbrigðisþjónustu, frjáls samkeppni og barátta gegn einokun og hringamyndun og opnun milliríkjaviðskipta: Allt hafa þetta verið baráttumál jafnaðarfólks í heila öld. Íslenskt samfélag er óþekkjanlegt frá því sem var fyrir 100 árum síðan og ekki síst fyrir baráttu jafnaðarfólks og verkalýðshreyfingar. En verkefnin verða áfram til. Ný tækni og opin landamæri hafa aukið möguleika fyrir venjulegt fólk til aukinna áhrifa, en þau hafa líka dregið úr félagslegri samstöðu og ýtt undir efnalega misskiptingu. Forréttindaklíkur reyna enn sem fyrr að byggja múra um íslenskt efnahagslíf til að verjast samkeppni og skammta launafólki þannig lakari kjör en bjóðast í nágrannalöndunum. Svar jafnaðarfólks er enn sem fyrr opnun landamæra og samstaða með meðbræðrum og systrum um allan heim. Við trúum því enn sem fyrr að það sé betra að bæta hag allra en byggja múra í kringum okkur sjálf. Jafnaðarstefna 21. aldarinnar mun snúast um að nýta það einstaklingsfrelsi sem lýðræði, tækniframfarir og opnun landamæra hafa gert mögulegt, án þess þó að fórna því frelsi frá skorti og fátækt sem okkur tókst að auka í krafti almennrar samstöðu á liðinni öld. Með hug og hjarta berjumst við áfram fyrir tækifærum fyrir alla og réttlátri skiptingu landsins gæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Sjá meira
Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt: Með kosningarétti fátækra karla og eignameiri kvenna skapaðist fyrst forsenda fyrir annars konar stjórnmálaflokkum en gömlum forréttindaflokkum. Stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna er því afsprengi almennari kosningaréttar og nýs valds þeirra hópa sem fram að því höfðu verið hornreka í íslensku samfélagi. Það eru stjórnmál sem tengja saman skynsemi og réttlæti, hug og hjarta. Í 100 ár höfum við barist fyrir stærstu framfaraskrefum íslenskrar þjóðar. Almenn lýðréttindi, vinnuvernd, almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, húsnæði, orlofsréttindi, lífeyrisréttindi, baráttan gegn kynbundnum launamun, aðgangur allra að menntun og heilbrigðisþjónustu, frjáls samkeppni og barátta gegn einokun og hringamyndun og opnun milliríkjaviðskipta: Allt hafa þetta verið baráttumál jafnaðarfólks í heila öld. Íslenskt samfélag er óþekkjanlegt frá því sem var fyrir 100 árum síðan og ekki síst fyrir baráttu jafnaðarfólks og verkalýðshreyfingar. En verkefnin verða áfram til. Ný tækni og opin landamæri hafa aukið möguleika fyrir venjulegt fólk til aukinna áhrifa, en þau hafa líka dregið úr félagslegri samstöðu og ýtt undir efnalega misskiptingu. Forréttindaklíkur reyna enn sem fyrr að byggja múra um íslenskt efnahagslíf til að verjast samkeppni og skammta launafólki þannig lakari kjör en bjóðast í nágrannalöndunum. Svar jafnaðarfólks er enn sem fyrr opnun landamæra og samstaða með meðbræðrum og systrum um allan heim. Við trúum því enn sem fyrr að það sé betra að bæta hag allra en byggja múra í kringum okkur sjálf. Jafnaðarstefna 21. aldarinnar mun snúast um að nýta það einstaklingsfrelsi sem lýðræði, tækniframfarir og opnun landamæra hafa gert mögulegt, án þess þó að fórna því frelsi frá skorti og fátækt sem okkur tókst að auka í krafti almennrar samstöðu á liðinni öld. Með hug og hjarta berjumst við áfram fyrir tækifærum fyrir alla og réttlátri skiptingu landsins gæða.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar