Útilokun Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 1. október 2015 07:00 Ég lít í kringum mig og sé spennta foreldra með bros á vör og allir tilbúnir með myndavélarnar uppi. Þau eru að bíða eftir sýningunni hjá krökkunum sínum sem hafa æft sig í allan vetur. Þetta er sýning til fjáröflunar hjá 8. bekk fyrir skólaferðalag. Ég hef fylgst með undirbúningnum í gegnum strákinn minn, hann leikur aðalhlutverkið og loksins er komið að sýningunni. Ég er döpur innst inni í hjarta mínu, ég reyni að láta ekki á því bera því ég vil ekki skyggja á þennan gleðilega dag. Ég fékk ekki táknmálstúlk því ekki var til nægt fjármagn til að borga táknmálstúlkunina. Þessi stund var undirbúin með góðum fyrirvara, var auglýst með metnaði hjá krökkunum en víst ekki rétti tíminn fyrir mig og ekki hægt að endurtaka þetta. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í sínu daglega lífi. Ekki má gleyma að þetta er líka fyrir þau sem ekki geta nýtt sér ÍTM en þurfa að eiga samskipti við okkur sem notum ÍTM. Við njótum ekki til fulls viðburða í lífi okkar, barnanna okkar, fjölskyldu og viðburða í kringum okkur þegar við fáum ekki táknmálstúlk sem gefur okkur öllum færi á betra aðgengi í samfélaginu. Þessi tími er glataður, við endurupplifum ekki þessi tímamót í lífi okkar og okkar nánustu. Það er sárt ef við fáum ekki að njóta augnabliksins til jafns við aðra þjóðfélagsþegna, við erum útilokuð.Binda á okkur hendurnar Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem foreldrar, húseigendur, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir: „Fatlað fólk á rétt á tjáskiptaleiðum að eigin vali eins og t.d. táknmálstúlkun til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.“ Íslenska ríkið veitir hins vegar of lítið fé til táknmálstúlkunar í daglegu lífi sem þýðir að íslenskum þjóðfélagsþegnum sem reiða sig á íslenskt táknmál er ekki tryggt aðgengi að táknmálstúlkun í daglegu lífi s.s. við atvinnu, í mannfögnuði, á námskeiðum og fleira. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Síðustu daga hafa birst myndbönd sem ÖBÍ hefur látið vinna og sýna þau raunverulegar aðstæður sem sumt fatlað fólk upplifir á Íslandi í dag. Ég vil hvetja þig til að skrifa undir áskorunina sem má finna á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is/askorun. Við ættum öll að geta skrifað undir mannréttindi fatlaðs fólks og stuðlað þannig að betra samfélagi fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég lít í kringum mig og sé spennta foreldra með bros á vör og allir tilbúnir með myndavélarnar uppi. Þau eru að bíða eftir sýningunni hjá krökkunum sínum sem hafa æft sig í allan vetur. Þetta er sýning til fjáröflunar hjá 8. bekk fyrir skólaferðalag. Ég hef fylgst með undirbúningnum í gegnum strákinn minn, hann leikur aðalhlutverkið og loksins er komið að sýningunni. Ég er döpur innst inni í hjarta mínu, ég reyni að láta ekki á því bera því ég vil ekki skyggja á þennan gleðilega dag. Ég fékk ekki táknmálstúlk því ekki var til nægt fjármagn til að borga táknmálstúlkunina. Þessi stund var undirbúin með góðum fyrirvara, var auglýst með metnaði hjá krökkunum en víst ekki rétti tíminn fyrir mig og ekki hægt að endurtaka þetta. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í sínu daglega lífi. Ekki má gleyma að þetta er líka fyrir þau sem ekki geta nýtt sér ÍTM en þurfa að eiga samskipti við okkur sem notum ÍTM. Við njótum ekki til fulls viðburða í lífi okkar, barnanna okkar, fjölskyldu og viðburða í kringum okkur þegar við fáum ekki táknmálstúlk sem gefur okkur öllum færi á betra aðgengi í samfélaginu. Þessi tími er glataður, við endurupplifum ekki þessi tímamót í lífi okkar og okkar nánustu. Það er sárt ef við fáum ekki að njóta augnabliksins til jafns við aðra þjóðfélagsþegna, við erum útilokuð.Binda á okkur hendurnar Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem foreldrar, húseigendur, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir: „Fatlað fólk á rétt á tjáskiptaleiðum að eigin vali eins og t.d. táknmálstúlkun til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.“ Íslenska ríkið veitir hins vegar of lítið fé til táknmálstúlkunar í daglegu lífi sem þýðir að íslenskum þjóðfélagsþegnum sem reiða sig á íslenskt táknmál er ekki tryggt aðgengi að táknmálstúlkun í daglegu lífi s.s. við atvinnu, í mannfögnuði, á námskeiðum og fleira. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Síðustu daga hafa birst myndbönd sem ÖBÍ hefur látið vinna og sýna þau raunverulegar aðstæður sem sumt fatlað fólk upplifir á Íslandi í dag. Ég vil hvetja þig til að skrifa undir áskorunina sem má finna á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is/askorun. Við ættum öll að geta skrifað undir mannréttindi fatlaðs fólks og stuðlað þannig að betra samfélagi fyrir alla!
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun