Hið meinta samviskufrelsi Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifar 1. október 2015 07:00 Það er skilningur okkar og sannfæring byggð á upplýstri samvisku, að kirkjan geti aldrei meinað tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar uppfylli þeir lögformleg skilyrði þess að ganga í hjúskap. Því miður er það svo að í röðum presta Þjóðkirkjunnar er fámennur hópur sem telur að með svokölluðu samviskufrelsi hafi þeir vald sem er meira og stærra en kærleikur Krists og geti þannig neitað fólki um þjónustu. Sami fámenni hópur ætlar líka að ógilda þá stöðu að prestar sem eru í þjónustu Þjóðkirkjunnar eru embættismenn og samkvæmt lögum geta þeir því ekki meinað fólki um þjónustu. Annað gilti væru prestar ekki embættismenn heldur starfsmenn hóps sem hefði sameinast um sinn skilning á lífi og tilveru. Það er kannski löngun þessara svokölluðu samviskufrjálsu að búa til slíkan sértrúarhóp? Sá hópur yrði aldrei Þjóðkirkja heldur afar fámennur sértrúarhópur þar sem sumir væru blessaðir og aðrir væru það ekki því þeir uppfylla ekki skilyrðin um kærleikann. Það er dapurlegt ef nú á að fara að búa til eitthvert sérfrelsi til að skilyrða kærleiksboðskap Krists. Og fordæma og hafna fólki á grundvelli svokallaðs samviskufrelsis. Leiðtogi okkar Kristur þurfti að kljást við prestastétt síns tíma. Samviskufrelsi þeirra réðst á hann sem persónu, á boðskap hans um kærleika og jafna stöðu alls fólks. Samviskufrelsi þeirra hafði það að markmiði að einangra fólk, fá fólk til að efast um sjálft sig og stöðu sína. Þeir sögðust allir meina vel, þrælbundnir af frjálsri samvisku sinni. Orðið embætti er dregið af orðinu ambátt sem þýðir þjónusta við alla. Það er dapurlegt ef Þjóðkirkjan leyfir starfsfólki sínu að blessa suma en aðra ekki. Það er mikilvægt að hún tali afdráttarlaust og það verði lokaorðin í þessu máli: Prestar hafa ekki leyfi til að meina fólki um hjúskap uppfylli það lögformleg skilyrði. Það væri dapurlegt ef það færi þannig að prestar misstu vígsluvald sitt. Enn og aftur er það fámennur hópur sem ætlar að ógna samfylgd þjóðarinnar og kirkjunnar. Þjóðin er löngu búin að gera upp hug sinn í þessu máli. Samviskufrelsi þjóðarinnar hefur fyrir löngu afgreitt fordóma gegn kynhneigð fólks sem úrelta og meiðandi. Blessunin á að vera fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skilningur okkar og sannfæring byggð á upplýstri samvisku, að kirkjan geti aldrei meinað tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar uppfylli þeir lögformleg skilyrði þess að ganga í hjúskap. Því miður er það svo að í röðum presta Þjóðkirkjunnar er fámennur hópur sem telur að með svokölluðu samviskufrelsi hafi þeir vald sem er meira og stærra en kærleikur Krists og geti þannig neitað fólki um þjónustu. Sami fámenni hópur ætlar líka að ógilda þá stöðu að prestar sem eru í þjónustu Þjóðkirkjunnar eru embættismenn og samkvæmt lögum geta þeir því ekki meinað fólki um þjónustu. Annað gilti væru prestar ekki embættismenn heldur starfsmenn hóps sem hefði sameinast um sinn skilning á lífi og tilveru. Það er kannski löngun þessara svokölluðu samviskufrjálsu að búa til slíkan sértrúarhóp? Sá hópur yrði aldrei Þjóðkirkja heldur afar fámennur sértrúarhópur þar sem sumir væru blessaðir og aðrir væru það ekki því þeir uppfylla ekki skilyrðin um kærleikann. Það er dapurlegt ef nú á að fara að búa til eitthvert sérfrelsi til að skilyrða kærleiksboðskap Krists. Og fordæma og hafna fólki á grundvelli svokallaðs samviskufrelsis. Leiðtogi okkar Kristur þurfti að kljást við prestastétt síns tíma. Samviskufrelsi þeirra réðst á hann sem persónu, á boðskap hans um kærleika og jafna stöðu alls fólks. Samviskufrelsi þeirra hafði það að markmiði að einangra fólk, fá fólk til að efast um sjálft sig og stöðu sína. Þeir sögðust allir meina vel, þrælbundnir af frjálsri samvisku sinni. Orðið embætti er dregið af orðinu ambátt sem þýðir þjónusta við alla. Það er dapurlegt ef Þjóðkirkjan leyfir starfsfólki sínu að blessa suma en aðra ekki. Það er mikilvægt að hún tali afdráttarlaust og það verði lokaorðin í þessu máli: Prestar hafa ekki leyfi til að meina fólki um hjúskap uppfylli það lögformleg skilyrði. Það væri dapurlegt ef það færi þannig að prestar misstu vígsluvald sitt. Enn og aftur er það fámennur hópur sem ætlar að ógna samfylgd þjóðarinnar og kirkjunnar. Þjóðin er löngu búin að gera upp hug sinn í þessu máli. Samviskufrelsi þjóðarinnar hefur fyrir löngu afgreitt fordóma gegn kynhneigð fólks sem úrelta og meiðandi. Blessunin á að vera fyrir alla.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun