Íslenskt fyrirtæki fær inngöngu í virtan viðskiptahraðal Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2015 07:00 Jónas Jónasson, til hægri, með þátttakendum. Fréttablaðið/Martin Bergström Fyrirtækið Maacann & Group AB sem er í meirihlutaeigu Liam & Partnere Ehf á Íslandi hefur fengið aðgöngu í sænska viðskiptahraðalinn THINK Accelerate. „Hraðallinn er eini hraðallinn í Skandinavíu sem er með 100% árangur hjá fyrirtækjum sem hafa komið inn í hann, varðandi það að fá fjárfesta,“ segir Jónas Jónasson sem starfar hjá fyrirtækinu. Um er að ræða 12 vikna prógram þar sem sprotafyrirtæki fá aðgang að mentorum, námskeiðum, vinnustofum og kynningu á topp fjárfestum. Sex fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku. Fyrirtækið fær stuðning frá fjölmörgum fyrirtækjum meðal annars IBM, Amazon og Microsoft að andvirði 275 þúsund dollurum, jafnvirði 35 milljónum íslenskra króna. „Það er vel fylgst með fyrirtækjunum hérna af stærri leikmönnum á markaðnum,“ segir Jónas. „Við komum inn í þetta prógram og héldum að við værum að fá skrifstofupláss, en gerðum okkur engan vegin grein fyrir því að við vorum að fá miklu meira.“ Prógramið hófst fyrir þremur vikum síðan.Forrit sem gefur yfirsýn yfir fyrirtækiðMaacann & Group hefur þróað forrit sem styðst við skýið sem Jónas segir jafn auðvelt að nota og snjallsíma eða spjaldtölvu. „Forritið Cirons gefur smáum og meðalstórum fyrirtækjum 100% yfirsýn yfir það sem er að gerast í fyrirtækinu. Við erum með bókhaldshluta, söluhluta, vörustjórnunarhluta, mannauðshluta og innkaupahluta,“ segir Jónas. Kerfið kemur einnig með ábendingar til notenda meðal annars um skuldir og tekjuvæntingar á næstunni. „Þetta gerir í raun sömu hluti fyrir þig og Microsoft Dynamics, en munurinn er sá að þú lærir á okkar kerfi á nokkrum mínútum, en það getur tekið nokkra mánuði að læra á Dynamics auk þess sem maður notar ekki nema 30-40% af Dynamics kerfinu nema að maður sé sérfræðingur,“ segir Jónas. Forritið þeirra er komið í beta og mun varan koma á markað þann 23. október næstkomandi.Hér má sjá skjáskot af Cirons, forriti Maacann & Group.Eru að leita að fjárfestumFjórir starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu og er Jónas eini Íslendingurinn. Hann vonar að með prógraminu finni þeir fjárfesta sem geta auðveldað þeim að koma vörunni almennileg á markað. „Það er fullt af góðum vörum þarna úti, en þær fá ekki lætin sem þær þurfa. Við erum að leita að fjárfesti sem mun auka prófílin okkar og binda um þessa síðustu hnúta, þar sem kerfið er nánast klárt,“ segir Jónas.Búnir að þróa kerfið í fimm árUpphafið á kerfinu var þegar þeir byrjuðu að hanna kerfið fyrir heildsölu Jónasar árið 2010. „Við þróuðum svo kerfið í fjögur ár. Síðasta haust hugsðum við svo að þetta væri svo sterk vara að við ákváðum að setja alla okkar orku í það að klára það þannig að þetta gæti orðið áskriftartengd þjónusta til að hjálpa fyrirtækjum. Markmiðið er að gefa fyrirtækjum smáum og meðalstórum sem hafa ekki endalaust fjármagn þessa auka yfirsýn svo þeir geti einbeitt sér að því sem þeir eru góðir í,“ segir Jónas. IBM hefur einnig sýnt fyrirtækinu áhuga en IBM hefur nýverið varið miklu fé í að fjárfesta í sprotafyrirtækjum og hefur unnið með þeim undanfarið. Jónas segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvað það samstarf myndi fela í sér. Töluverð erlend umfjöllun hefur verið um fyrirtækið og viðskiptahraðalinn sem lesa má hér, hér og hér. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Fyrirtækið Maacann & Group AB sem er í meirihlutaeigu Liam & Partnere Ehf á Íslandi hefur fengið aðgöngu í sænska viðskiptahraðalinn THINK Accelerate. „Hraðallinn er eini hraðallinn í Skandinavíu sem er með 100% árangur hjá fyrirtækjum sem hafa komið inn í hann, varðandi það að fá fjárfesta,“ segir Jónas Jónasson sem starfar hjá fyrirtækinu. Um er að ræða 12 vikna prógram þar sem sprotafyrirtæki fá aðgang að mentorum, námskeiðum, vinnustofum og kynningu á topp fjárfestum. Sex fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku. Fyrirtækið fær stuðning frá fjölmörgum fyrirtækjum meðal annars IBM, Amazon og Microsoft að andvirði 275 þúsund dollurum, jafnvirði 35 milljónum íslenskra króna. „Það er vel fylgst með fyrirtækjunum hérna af stærri leikmönnum á markaðnum,“ segir Jónas. „Við komum inn í þetta prógram og héldum að við værum að fá skrifstofupláss, en gerðum okkur engan vegin grein fyrir því að við vorum að fá miklu meira.“ Prógramið hófst fyrir þremur vikum síðan.Forrit sem gefur yfirsýn yfir fyrirtækiðMaacann & Group hefur þróað forrit sem styðst við skýið sem Jónas segir jafn auðvelt að nota og snjallsíma eða spjaldtölvu. „Forritið Cirons gefur smáum og meðalstórum fyrirtækjum 100% yfirsýn yfir það sem er að gerast í fyrirtækinu. Við erum með bókhaldshluta, söluhluta, vörustjórnunarhluta, mannauðshluta og innkaupahluta,“ segir Jónas. Kerfið kemur einnig með ábendingar til notenda meðal annars um skuldir og tekjuvæntingar á næstunni. „Þetta gerir í raun sömu hluti fyrir þig og Microsoft Dynamics, en munurinn er sá að þú lærir á okkar kerfi á nokkrum mínútum, en það getur tekið nokkra mánuði að læra á Dynamics auk þess sem maður notar ekki nema 30-40% af Dynamics kerfinu nema að maður sé sérfræðingur,“ segir Jónas. Forritið þeirra er komið í beta og mun varan koma á markað þann 23. október næstkomandi.Hér má sjá skjáskot af Cirons, forriti Maacann & Group.Eru að leita að fjárfestumFjórir starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu og er Jónas eini Íslendingurinn. Hann vonar að með prógraminu finni þeir fjárfesta sem geta auðveldað þeim að koma vörunni almennileg á markað. „Það er fullt af góðum vörum þarna úti, en þær fá ekki lætin sem þær þurfa. Við erum að leita að fjárfesti sem mun auka prófílin okkar og binda um þessa síðustu hnúta, þar sem kerfið er nánast klárt,“ segir Jónas.Búnir að þróa kerfið í fimm árUpphafið á kerfinu var þegar þeir byrjuðu að hanna kerfið fyrir heildsölu Jónasar árið 2010. „Við þróuðum svo kerfið í fjögur ár. Síðasta haust hugsðum við svo að þetta væri svo sterk vara að við ákváðum að setja alla okkar orku í það að klára það þannig að þetta gæti orðið áskriftartengd þjónusta til að hjálpa fyrirtækjum. Markmiðið er að gefa fyrirtækjum smáum og meðalstórum sem hafa ekki endalaust fjármagn þessa auka yfirsýn svo þeir geti einbeitt sér að því sem þeir eru góðir í,“ segir Jónas. IBM hefur einnig sýnt fyrirtækinu áhuga en IBM hefur nýverið varið miklu fé í að fjárfesta í sprotafyrirtækjum og hefur unnið með þeim undanfarið. Jónas segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvað það samstarf myndi fela í sér. Töluverð erlend umfjöllun hefur verið um fyrirtækið og viðskiptahraðalinn sem lesa má hér, hér og hér.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira