Qoros 5 er blanda þekktra evrópskra bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 10:44 Qoros 5. Autoblog Kínverski bílaframleiðandinn Qoros mun kynna nýjan Qoros 5 bíl sinn á bílasýningu í Guangshou í Kína í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur þó sent frá sér þessar myndir af bílnum og á þeim má sjá að útlit hans er sambland af útlit þriggja þekktra evrópskra bíla, þ.e. Porsche Macan, Range Rover Evoque og Mini Countryman. Það er ekki að spyrja að Kínverjunum þegar kemur að hönnun bíla sinna, ekkert er heilagt í þeim efnum. Fyrir hönnunarteymi Qoros fer þó fyrrum hönnuður Volkswagen og Mini, Gert Hildebrand, og hann virðist alls ekki hræddur við að stæla útlit evrópskra bíla. Qoros hefur uppi há markmið um sölu bíla sinna í Evrópu, en þeir eiga að verða talsvert miklu ódýrari en evrópskir bílar. Fyrirtækið kynnti öllu minni Qoros 3 bíl sinn á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári og ætlar bæði með hann og þennan nýja Qoros 5 bíl sinn inná evrópskan bílamarkað. Qoros 5 séður að aftan. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Qoros mun kynna nýjan Qoros 5 bíl sinn á bílasýningu í Guangshou í Kína í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur þó sent frá sér þessar myndir af bílnum og á þeim má sjá að útlit hans er sambland af útlit þriggja þekktra evrópskra bíla, þ.e. Porsche Macan, Range Rover Evoque og Mini Countryman. Það er ekki að spyrja að Kínverjunum þegar kemur að hönnun bíla sinna, ekkert er heilagt í þeim efnum. Fyrir hönnunarteymi Qoros fer þó fyrrum hönnuður Volkswagen og Mini, Gert Hildebrand, og hann virðist alls ekki hræddur við að stæla útlit evrópskra bíla. Qoros hefur uppi há markmið um sölu bíla sinna í Evrópu, en þeir eiga að verða talsvert miklu ódýrari en evrópskir bílar. Fyrirtækið kynnti öllu minni Qoros 3 bíl sinn á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári og ætlar bæði með hann og þennan nýja Qoros 5 bíl sinn inná evrópskan bílamarkað. Qoros 5 séður að aftan.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent