Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið metur Arctica hæft

Sæunn Gísladóttir skrifar
Daði Kristjánsson er framkvæmdastjóri H.F. Verðbréfa.
Daði Kristjánsson er framkvæmdastjóri H.F. Verðbréfa. Vísir/GVA
Hinn 2. nóvember  sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Arctica Eignarhaldsfélag ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í H.F. Verðbréfum hf. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið hefur einnig metið Bjarna Þórð Bjarnason og Stefán Þór Bjarnason hæfa til að fara með virkan eignarhlut í H.F. Verðbréfum hf., með óbeinni hlutdeild.

Tilkynnt var í lok september að Arctica hygðist kaupa H.F. Verðbréf.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×