Jim Furyk í bílstjórasætinu fyrir lokahringinn á Pebble Beach 15. febrúar 2015 14:45 Furyk einbeittur á þriðja hring í gær. Getty Reynsluboltinn Jim Furyk leiðir fyrir lokahringinn á AT&T National mótinu sem fram fer á Pebble Beach en hann er á 18 höggum undir pari. Furyk hefur leikið frábært golf hingað til í sólinni í Kaliforníuríki en hann fékk ekki einn einasta skolla í gær og kom inn á 63 höggum eða níu undir pari. Í öðru sæti eru þeir Matt Jones og Brandt Snedeker á 17 höggum undir en Nick Watney kemur einn í fjórða sæti á 16 undir pari. Tilþrif dagsins á þriðja hring átti Þjóðverjinn Marcel Siem en hann nældi sér í glæsilegan örn á sjöttu holu í gær með þessu frábæra höggi. Það verður áhugavert að sjá hvort að Furyk standist pressuna í kvöld en í síðustu átta mótum þar sem hann hefur verið í forystu fyrir lokahringinn hefur honum ekki tekist að landa sigri. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld frá klukkan 18:00. Golf Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Reynsluboltinn Jim Furyk leiðir fyrir lokahringinn á AT&T National mótinu sem fram fer á Pebble Beach en hann er á 18 höggum undir pari. Furyk hefur leikið frábært golf hingað til í sólinni í Kaliforníuríki en hann fékk ekki einn einasta skolla í gær og kom inn á 63 höggum eða níu undir pari. Í öðru sæti eru þeir Matt Jones og Brandt Snedeker á 17 höggum undir en Nick Watney kemur einn í fjórða sæti á 16 undir pari. Tilþrif dagsins á þriðja hring átti Þjóðverjinn Marcel Siem en hann nældi sér í glæsilegan örn á sjöttu holu í gær með þessu frábæra höggi. Það verður áhugavert að sjá hvort að Furyk standist pressuna í kvöld en í síðustu átta mótum þar sem hann hefur verið í forystu fyrir lokahringinn hefur honum ekki tekist að landa sigri. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld frá klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira