Bíleigendur vilja ekki nýjustu tækni í bíla sína Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 09:01 Ekki vantar fjölda appa sem bíleigendum býðst í nýja bíla sína, en fæst þeirra eru notuð. Bílaframleiðendur eyða miklum fjármunum í að troða hinum ýmsu tækninýjungum í bíla sína en kannanir sýna að bílkaupendur hafa margir hverjir afar takmarkaðan áhuga á þessum tækninýjungum. Könnun sem J.D. Power gerði sýnir að 20% bíleigenda nota alls ekkert 16 af 33 tækninýjungum sem finna má í nýjum bílum. Meðal þessara tækninýjunga er sjálfvirk lagning í stæði, nettenging í bílum, vörpun upplýsinga á framrúðu og innbyggð öpp í afþreyingarkerfi. Í könnuninni kemur fram að ekki bara er þessi nýja tækni ekkert notuð heldur láta bíleigendur í ljós að þeir vilji alls ekki hafa hana í bílum sínum.Tengimöguleikar lítið notaðir Margir af þeim tengimöguleikum sem bjóðast í bíla er lítið notaður, en hinsvegar er almennt mikil ánægja með árekstrarviðvaranir, blindpunktsviðvaranir og búnað sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu. Bílaframleiðendur hafa eytt milljörðum dollara í þróun tengimöguleika í bíls sína svo það hlýtur að teljast áfall fyrir þá að sjá að hann er lítið notaður og fyrir vikið gætu bílar líklega verið talsvert ódýrari. Könnun J.D. Power leiddi einnig í ljós að bíleigendur læra á þá nýju tækni sem í bílum sínum eru á fyrstu 30 dögum eignarhaldsins en eftir það er lítill vilji til að læra á meira og flest annað liggur ónotað í bílnum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent
Bílaframleiðendur eyða miklum fjármunum í að troða hinum ýmsu tækninýjungum í bíla sína en kannanir sýna að bílkaupendur hafa margir hverjir afar takmarkaðan áhuga á þessum tækninýjungum. Könnun sem J.D. Power gerði sýnir að 20% bíleigenda nota alls ekkert 16 af 33 tækninýjungum sem finna má í nýjum bílum. Meðal þessara tækninýjunga er sjálfvirk lagning í stæði, nettenging í bílum, vörpun upplýsinga á framrúðu og innbyggð öpp í afþreyingarkerfi. Í könnuninni kemur fram að ekki bara er þessi nýja tækni ekkert notuð heldur láta bíleigendur í ljós að þeir vilji alls ekki hafa hana í bílum sínum.Tengimöguleikar lítið notaðir Margir af þeim tengimöguleikum sem bjóðast í bíla er lítið notaður, en hinsvegar er almennt mikil ánægja með árekstrarviðvaranir, blindpunktsviðvaranir og búnað sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu. Bílaframleiðendur hafa eytt milljörðum dollara í þróun tengimöguleika í bíls sína svo það hlýtur að teljast áfall fyrir þá að sjá að hann er lítið notaður og fyrir vikið gætu bílar líklega verið talsvert ódýrari. Könnun J.D. Power leiddi einnig í ljós að bíleigendur læra á þá nýju tækni sem í bílum sínum eru á fyrstu 30 dögum eignarhaldsins en eftir það er lítill vilji til að læra á meira og flest annað liggur ónotað í bílnum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent