Hvað þarf til að hvert mannslíf skipti máli? Eymundur Eymundsson skrifar 8. september 2015 00:00 Ég, ásamt fleirum, hef rekið mig á ýmislegt sem þarf að breyta í geðheilbrigðiskerfinu og mætti nýta sér meira sjónarmið fólks sem er að glíma við geðraskanir. Af hverju eru ekki fleiri batafulltrúar sem hafa glímt við geðraskanir að vinna á geðdeildum? Einn á Landspítalanum en enginn á Akureyri. Ég hef kallað eftir því að batafulltrúi fólks með geðraskanir verði ráðinn á geðdeild SAk á Akureyri sem getur verið milliliður skjólstæðinga og aðstandenda. Við vitum að það getur verið erfitt að leita sér aðstoðar og oft og tíðum standa skjólstæðingar og aðstandendur ráðþrota og vita ekki hvert þau geta leitað og hvaða úrræði standa til boða. Aðstandendur hafa oft og tíðum verið út undan og staðið algjörlega ráðþrota í einskismannslandi með veikan einstakling sem þarf hjálp. Grófin – geðverndarmiðstöð mun vera með 2-3 fræðslukvöld með fagmönnum fram að áramótum fyrir þau sem hafa áhuga á geðheilbrigðismálum og hvað getur hjálpað. Vonandi munu aðstandendur líka nýta sér þetta tækifæri en þetta verður auglýst vel og vandlega þegar nær dregur. Nú er verið að móta nýja geðheilbrigðisstefnu en verður hlustað á félagasamtök og þeirra sýn á kerfið? Hvernig vinnur kerfið með félagasamtökum og er fólk látið vita af úrræðum sem eru í boði í samfélaginu? Búsetudeild á Akureyri er að gera góða hluti og sama má segja um Lautina með sína skjólstæðinga, enda nauðsynlegt að hafa mismunandi úrræði í samfélaginu.Stjórnvöld Er félagssamtökum mismunað á höfuðborgarsvæðinu eða eftir landshlutum? spyr ég stjórnvöld. Hugarafl í Reykjavík fer í alla grunn- og framhaldsskóla höfuðborgarsvæðis og víðar með geðfræðslu sem hefur hjálpað ungmennum að leita sér aðstoðar. Grófin – geðverndarmiðstöð á Akureyri stefnir að því að gera það sama, auk þess sem kennarar og starfsfólk skólanna munu bætast við. Gaman er að segja frá því að við erum þegar byrjuð með fræðslu fyrir kennara og starfsfólk, sem heppnaðist mjög vel og hlökkum við til að fræða fleiri skóla ef viðtökur verða eins og þessar. Við gerum þetta í góðu samstarfi við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar enda ekki síður nauðsynlegar forvarnir en vímuefnaforvarnir. Foreldrum mun bjóðast fræðsla, enda er nauðsynlegt að bregðast við sem fyrst í staðinn fyrir að fela vandann, sem hjálpar engum og getur haft alvarlegar afleiðingar. Við þurfum sálfræðinga í hvern grunn- og framhaldsskóla sem getur bjargað mörgum og gefið þessum börnum og ungmennum tækifæri á að eignast betra líf og lífsgæði. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, brothætt taugakerfi, skömm, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur, stygglyndi, reiði og félagsleg einangrun eru oft fylgifiskar geðraskana. Oft er vímuefnanotkun undirrót geðraskana og það verður samfélagið að viðurkenna. Frá 13 ára aldri þangað til ég var 38 ára hafði ég hugsað um sjálfsvíg næstum því á hverjum degi en sem betur fer lét ég ekki verða af því. Stjórnvöld virðast líta fram hjá þeim hörmungum sem tíð sjálfsvíg og tilraunir til sjálfsvíga eru hjá fólki með geðraskanir. Það er mjög sorglegt þegar að meðaltali eru um 36 Íslendingar á ári sem falla fyrir eigin hendi, svo að ekki sé talað um allar þær tilraunir sem eru gerðar. Hvað þarf til að hvert mannslíf skipti máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég, ásamt fleirum, hef rekið mig á ýmislegt sem þarf að breyta í geðheilbrigðiskerfinu og mætti nýta sér meira sjónarmið fólks sem er að glíma við geðraskanir. Af hverju eru ekki fleiri batafulltrúar sem hafa glímt við geðraskanir að vinna á geðdeildum? Einn á Landspítalanum en enginn á Akureyri. Ég hef kallað eftir því að batafulltrúi fólks með geðraskanir verði ráðinn á geðdeild SAk á Akureyri sem getur verið milliliður skjólstæðinga og aðstandenda. Við vitum að það getur verið erfitt að leita sér aðstoðar og oft og tíðum standa skjólstæðingar og aðstandendur ráðþrota og vita ekki hvert þau geta leitað og hvaða úrræði standa til boða. Aðstandendur hafa oft og tíðum verið út undan og staðið algjörlega ráðþrota í einskismannslandi með veikan einstakling sem þarf hjálp. Grófin – geðverndarmiðstöð mun vera með 2-3 fræðslukvöld með fagmönnum fram að áramótum fyrir þau sem hafa áhuga á geðheilbrigðismálum og hvað getur hjálpað. Vonandi munu aðstandendur líka nýta sér þetta tækifæri en þetta verður auglýst vel og vandlega þegar nær dregur. Nú er verið að móta nýja geðheilbrigðisstefnu en verður hlustað á félagasamtök og þeirra sýn á kerfið? Hvernig vinnur kerfið með félagasamtökum og er fólk látið vita af úrræðum sem eru í boði í samfélaginu? Búsetudeild á Akureyri er að gera góða hluti og sama má segja um Lautina með sína skjólstæðinga, enda nauðsynlegt að hafa mismunandi úrræði í samfélaginu.Stjórnvöld Er félagssamtökum mismunað á höfuðborgarsvæðinu eða eftir landshlutum? spyr ég stjórnvöld. Hugarafl í Reykjavík fer í alla grunn- og framhaldsskóla höfuðborgarsvæðis og víðar með geðfræðslu sem hefur hjálpað ungmennum að leita sér aðstoðar. Grófin – geðverndarmiðstöð á Akureyri stefnir að því að gera það sama, auk þess sem kennarar og starfsfólk skólanna munu bætast við. Gaman er að segja frá því að við erum þegar byrjuð með fræðslu fyrir kennara og starfsfólk, sem heppnaðist mjög vel og hlökkum við til að fræða fleiri skóla ef viðtökur verða eins og þessar. Við gerum þetta í góðu samstarfi við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar enda ekki síður nauðsynlegar forvarnir en vímuefnaforvarnir. Foreldrum mun bjóðast fræðsla, enda er nauðsynlegt að bregðast við sem fyrst í staðinn fyrir að fela vandann, sem hjálpar engum og getur haft alvarlegar afleiðingar. Við þurfum sálfræðinga í hvern grunn- og framhaldsskóla sem getur bjargað mörgum og gefið þessum börnum og ungmennum tækifæri á að eignast betra líf og lífsgæði. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, brothætt taugakerfi, skömm, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur, stygglyndi, reiði og félagsleg einangrun eru oft fylgifiskar geðraskana. Oft er vímuefnanotkun undirrót geðraskana og það verður samfélagið að viðurkenna. Frá 13 ára aldri þangað til ég var 38 ára hafði ég hugsað um sjálfsvíg næstum því á hverjum degi en sem betur fer lét ég ekki verða af því. Stjórnvöld virðast líta fram hjá þeim hörmungum sem tíð sjálfsvíg og tilraunir til sjálfsvíga eru hjá fólki með geðraskanir. Það er mjög sorglegt þegar að meðaltali eru um 36 Íslendingar á ári sem falla fyrir eigin hendi, svo að ekki sé talað um allar þær tilraunir sem eru gerðar. Hvað þarf til að hvert mannslíf skipti máli?
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun