SOS helmingur kvenna í hættu Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 13. febrúar 2015 06:00 Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun