Toyota Fortuner byggður á Hilux Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 10:04 Toyota Fortuner. Autoblog Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent
Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent