Sala Volkswagen féll um 9% í júní Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 14:52 Nýir Volkswagen bílar. Þrátt fyrir að sala Volkswagen bíla sé í miklum blóma í Evrópu hafði snarminnkandi sala í Kína og S-Ameríku þau áhrif að heildarsala Volkswagen í júní minnkaði um 8,6%. Mestu munaði um 23% minni sölu í Kína, stærsta bílamarkaði heims. Alls seldi Volkswagen 470.700 bíla í júní. Af síðustu 9 mánuðum hafa 8 þeirra verið með minni sölu en í sömu mánuðum í fyrra. Volkswagen treystir mjög á bílamarkaðinn í Kína og er með um 20% markaðshlutdeild þar og selur þar um þriðjung allra bíla sinna. Því er það mikið högg fyrir Volkswagen þegar sala þar minnkar svo mikið sem undanfarið. Ennfremur hefur verið bent á það að Volkswagen bjóði ekki nægt úrval jepplinga í Kína, en jepplingar seljast þar enn eins og heitar lummur. Heildarsala Volkswagen á fyrri helmingi ársins hefur fallið um 3,9% og selst hafa 2,95 milljón bílar. Salan í Evrópu hefur hinsvegar vaxið um 3,1% og um 3,2% í N-Ameríku. Sala Volkswagen bíla telja um 60% heildarsölu móðurfyrirtækis Volkswagen, en fyrirtækið á einnig Skoda, Audi, Porsche, Seat, Bentley og Bugatti. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent
Þrátt fyrir að sala Volkswagen bíla sé í miklum blóma í Evrópu hafði snarminnkandi sala í Kína og S-Ameríku þau áhrif að heildarsala Volkswagen í júní minnkaði um 8,6%. Mestu munaði um 23% minni sölu í Kína, stærsta bílamarkaði heims. Alls seldi Volkswagen 470.700 bíla í júní. Af síðustu 9 mánuðum hafa 8 þeirra verið með minni sölu en í sömu mánuðum í fyrra. Volkswagen treystir mjög á bílamarkaðinn í Kína og er með um 20% markaðshlutdeild þar og selur þar um þriðjung allra bíla sinna. Því er það mikið högg fyrir Volkswagen þegar sala þar minnkar svo mikið sem undanfarið. Ennfremur hefur verið bent á það að Volkswagen bjóði ekki nægt úrval jepplinga í Kína, en jepplingar seljast þar enn eins og heitar lummur. Heildarsala Volkswagen á fyrri helmingi ársins hefur fallið um 3,9% og selst hafa 2,95 milljón bílar. Salan í Evrópu hefur hinsvegar vaxið um 3,1% og um 3,2% í N-Ameríku. Sala Volkswagen bíla telja um 60% heildarsölu móðurfyrirtækis Volkswagen, en fyrirtækið á einnig Skoda, Audi, Porsche, Seat, Bentley og Bugatti.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent