Samskipti ríkis og kirkju í öðrum löndum III Þórir Stephensen skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Vantrúarmaður gerði athugasemdir í viðræðu á Vantrúarvefnum árið 2013 við mann, annarrar skoðunar og segir: „…í flestum löndum gengur alveg ágætlega án þjóðkirkju, þetta fyrirkomulag er alger undantekning.“ En hvað segja aðrar heimildir? Á vef íslensku þjóðkirkjunnar er heilmikinn fróðleik að finna, m.a. undir yfirskriftinni Trúin og lífið. Þar er sagt frá því, að í danska blaðinu Kristeligt dagblad var fyrir nokkru gerð úttekt á sambandi ríkis og kirkju í 25 löndum, sem þá voru í Evrópusambandinu eða á leið þar inn. Í öllum ríkjunum 25 er trúfrelsi, en mér virðist Holland vera eina landið, þar sem ríki og kirkja eru algjörlega aðskilin. Í stjórnarskrám fimm þeirra er Guðs nafn nefnt og áhersla lögð á hinn kristna menningararf. Í hinum löndunum kemur ríkið eitthvað að trúmálum og fyrst og fremst með því að það fjármagnar trúfélög og oftast vegna þess, að kirkja og kristni hafa þar ótvíræða sérstöðu. Flest ríki álfunnar, þar sem kaþólska kirkjan er í meirihluta, hafa gert sáttmála (konkordat) við páfastól, sem tryggir kirkjunni ákveðin réttindi af hálfu ríkisins.Öðruvísi en margir hafa haldið Þannig er augljóst, að samskipti ríkja og kirkju í Evrópu eru öðruvísi og flóknari en margir hafa haldið. Í Danmörku er þjóðkirkja. Þar er stjórnarskrárákvæðið nánast samhljóða því íslenska. Danska þjóðkirkjan er þó miklu háðari ríkinu en sú íslenska, því öll hennar ráð eru í höndum Þjóðþingsins og kirkjumálaráðuneytisins. Ríkið innheimtir kirkjuskatt, sem stendur undir rekstri kirkjunnar og safnaða hennar. Önnur trúfélög njóta ekki lögboðins stuðnings ríkisins. Kristin fræði eru kennd í skólunum. Nemendur, sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni, fá undanþágu frá þátttöku en fáir notfæra sér það. Samstarf kirkju og skóla er náið. Norska ríkið hóf endurskoðun á sinni löggjöf 2012. Þar eru stjórnarskrármálin nú mjög svipuð þeim íslensku. Ríkið innheimtir árgjöld allra safnaða, kirkjulegra og annarra. Sveitarfélögin reka kirkjuhúsin og ríkið greiðir fyrir trúaruppfræðslu, sem þjóðkirkjan og önnur viðurkennd trúfélög annast. Svíþjóð skildi að ríki og kirkju árið 2000. Þá voru ákvæði um þjóðkirkju felld út úr stjórnarskrá, en þó á konungurinn að tilheyra lúthersku kirkjunni. Þingið setur kirkjunni rammalög og ríkið greiðir umtalsverðar fjárhæðir til viðhalds kirkjubyggingum. Ríkið innheimtir einnig sóknargjöld fyrir öll skráð trúfélög og standa þau gjöld undir öllum rekstri þeirra. Í Finnlandi eru tvær þjóðkirkjur, Lútherska kirkjan með um þrjá fjórðu hluta þjóðarinnar og Rétttrúnaðarkirkjan, með um 50 þúsund manns. Ríkið innheimtir kirkjuskatt til þeirra beggja og þingið setur þeim lög. Lútherska kirkjan hefur þó umtalsvert sjálfstæði og sterka fjárhagsstöðu. Engin lög eru sett um kirkjuna án samþykkis kirkjuþingsins og þjóðþingið getur aðeins samþykkt lagafrumvörp kirkjuþingsins eða hafnað þeim. Trúfræðsla er á námskrá skólanna og skal veitt í samræmi við trúfélag nemandans. Ef minnst þrír nemendur í bekk eru utan trúfélaga, ber að veita þeim sn. „livsåskådningskunnskap“. Fulltrúar kirknanna taka þátt í mótun námskrár í trúfræðslu, þótt hún sé á ábyrgð og kostnað og undir forræði skólans. Bretland hefur ekki stjórnarskrá í sömu mynd og við. En mörg lög og reglur ákvarða tvær þjóðkirkjur, ensku biskupakirkjuna, Church of England og skosku mótmælendakirkjuna, Church of Scotland. Tengslin milli ríkis og kirkna eru margslungin. Þjóðhöfðinginn er „verjandi trúarinnar“. Forsætisráðherrann útnefnir erkibiskup ensku kirkjunnar, sem ásamt nokkrum öðrum biskupum á sjálfkrafa sæti í efri deild breska þingsins, lávarðadeildinni. Í Bretlandi er sterk hefð fyrir trúfræðslu í skólum og samstarfi kirkju og skóla. Fyrr á tíð gegndu kirkja og kristin trú mikilvægu hlutverki í Þýskalandi og gera enn. Þýska stjórnarskráin hefst með orðunum: „Þar sem þýska þjóðin er sannfærð um ábyrgð sína fyrir Guði og mönnum…“ Þessar tilvitnanir sýna, að tengsl ríkis og kirkju í nágrannalöndum okkar eru talsverð, misnáin en þó meiri en oft er látið í skína í opinberri umræðu á Íslandi. Ég vildi óska þess, að við Íslendingar gætum sem heild tekið undir áður greind orð þýsku stjórnarskrárinnar, þegar samskipti ríkis og kirkju eru á dagskrá. Það er svo dýrmætt, að skynja ábyrgð sína bæði gagnvart samtíð sinni og óbornum kynslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Samskipti ríkis og kirkju - II Í fyrstu grein minni um þetta efni reyndi ég að útskýra hvernig sambandi ríkis og kirkju er háttað hér á landi. En lítum nú á fjármálin eins og þeim er upp stillt fyrir árið 2015: 10. nóvember 2015 07:00 Samskipti ríkis og kirkju I Þjóðkirkjan er að grunni til ein elsta skipulagsheild Íslandssögunnar. Allt frá árinu 1000 hafa ríki og kirkja átt samfylgd. En margt breytist. Nú er aðskilnaður ríkis og kirkju mikið í umræðunni. Kirkjan hefur aldrei óskað eftir honum. 5. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Vantrúarmaður gerði athugasemdir í viðræðu á Vantrúarvefnum árið 2013 við mann, annarrar skoðunar og segir: „…í flestum löndum gengur alveg ágætlega án þjóðkirkju, þetta fyrirkomulag er alger undantekning.“ En hvað segja aðrar heimildir? Á vef íslensku þjóðkirkjunnar er heilmikinn fróðleik að finna, m.a. undir yfirskriftinni Trúin og lífið. Þar er sagt frá því, að í danska blaðinu Kristeligt dagblad var fyrir nokkru gerð úttekt á sambandi ríkis og kirkju í 25 löndum, sem þá voru í Evrópusambandinu eða á leið þar inn. Í öllum ríkjunum 25 er trúfrelsi, en mér virðist Holland vera eina landið, þar sem ríki og kirkja eru algjörlega aðskilin. Í stjórnarskrám fimm þeirra er Guðs nafn nefnt og áhersla lögð á hinn kristna menningararf. Í hinum löndunum kemur ríkið eitthvað að trúmálum og fyrst og fremst með því að það fjármagnar trúfélög og oftast vegna þess, að kirkja og kristni hafa þar ótvíræða sérstöðu. Flest ríki álfunnar, þar sem kaþólska kirkjan er í meirihluta, hafa gert sáttmála (konkordat) við páfastól, sem tryggir kirkjunni ákveðin réttindi af hálfu ríkisins.Öðruvísi en margir hafa haldið Þannig er augljóst, að samskipti ríkja og kirkju í Evrópu eru öðruvísi og flóknari en margir hafa haldið. Í Danmörku er þjóðkirkja. Þar er stjórnarskrárákvæðið nánast samhljóða því íslenska. Danska þjóðkirkjan er þó miklu háðari ríkinu en sú íslenska, því öll hennar ráð eru í höndum Þjóðþingsins og kirkjumálaráðuneytisins. Ríkið innheimtir kirkjuskatt, sem stendur undir rekstri kirkjunnar og safnaða hennar. Önnur trúfélög njóta ekki lögboðins stuðnings ríkisins. Kristin fræði eru kennd í skólunum. Nemendur, sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni, fá undanþágu frá þátttöku en fáir notfæra sér það. Samstarf kirkju og skóla er náið. Norska ríkið hóf endurskoðun á sinni löggjöf 2012. Þar eru stjórnarskrármálin nú mjög svipuð þeim íslensku. Ríkið innheimtir árgjöld allra safnaða, kirkjulegra og annarra. Sveitarfélögin reka kirkjuhúsin og ríkið greiðir fyrir trúaruppfræðslu, sem þjóðkirkjan og önnur viðurkennd trúfélög annast. Svíþjóð skildi að ríki og kirkju árið 2000. Þá voru ákvæði um þjóðkirkju felld út úr stjórnarskrá, en þó á konungurinn að tilheyra lúthersku kirkjunni. Þingið setur kirkjunni rammalög og ríkið greiðir umtalsverðar fjárhæðir til viðhalds kirkjubyggingum. Ríkið innheimtir einnig sóknargjöld fyrir öll skráð trúfélög og standa þau gjöld undir öllum rekstri þeirra. Í Finnlandi eru tvær þjóðkirkjur, Lútherska kirkjan með um þrjá fjórðu hluta þjóðarinnar og Rétttrúnaðarkirkjan, með um 50 þúsund manns. Ríkið innheimtir kirkjuskatt til þeirra beggja og þingið setur þeim lög. Lútherska kirkjan hefur þó umtalsvert sjálfstæði og sterka fjárhagsstöðu. Engin lög eru sett um kirkjuna án samþykkis kirkjuþingsins og þjóðþingið getur aðeins samþykkt lagafrumvörp kirkjuþingsins eða hafnað þeim. Trúfræðsla er á námskrá skólanna og skal veitt í samræmi við trúfélag nemandans. Ef minnst þrír nemendur í bekk eru utan trúfélaga, ber að veita þeim sn. „livsåskådningskunnskap“. Fulltrúar kirknanna taka þátt í mótun námskrár í trúfræðslu, þótt hún sé á ábyrgð og kostnað og undir forræði skólans. Bretland hefur ekki stjórnarskrá í sömu mynd og við. En mörg lög og reglur ákvarða tvær þjóðkirkjur, ensku biskupakirkjuna, Church of England og skosku mótmælendakirkjuna, Church of Scotland. Tengslin milli ríkis og kirkna eru margslungin. Þjóðhöfðinginn er „verjandi trúarinnar“. Forsætisráðherrann útnefnir erkibiskup ensku kirkjunnar, sem ásamt nokkrum öðrum biskupum á sjálfkrafa sæti í efri deild breska þingsins, lávarðadeildinni. Í Bretlandi er sterk hefð fyrir trúfræðslu í skólum og samstarfi kirkju og skóla. Fyrr á tíð gegndu kirkja og kristin trú mikilvægu hlutverki í Þýskalandi og gera enn. Þýska stjórnarskráin hefst með orðunum: „Þar sem þýska þjóðin er sannfærð um ábyrgð sína fyrir Guði og mönnum…“ Þessar tilvitnanir sýna, að tengsl ríkis og kirkju í nágrannalöndum okkar eru talsverð, misnáin en þó meiri en oft er látið í skína í opinberri umræðu á Íslandi. Ég vildi óska þess, að við Íslendingar gætum sem heild tekið undir áður greind orð þýsku stjórnarskrárinnar, þegar samskipti ríkis og kirkju eru á dagskrá. Það er svo dýrmætt, að skynja ábyrgð sína bæði gagnvart samtíð sinni og óbornum kynslóðum.
Samskipti ríkis og kirkju - II Í fyrstu grein minni um þetta efni reyndi ég að útskýra hvernig sambandi ríkis og kirkju er háttað hér á landi. En lítum nú á fjármálin eins og þeim er upp stillt fyrir árið 2015: 10. nóvember 2015 07:00
Samskipti ríkis og kirkju I Þjóðkirkjan er að grunni til ein elsta skipulagsheild Íslandssögunnar. Allt frá árinu 1000 hafa ríki og kirkja átt samfylgd. En margt breytist. Nú er aðskilnaður ríkis og kirkju mikið í umræðunni. Kirkjan hefur aldrei óskað eftir honum. 5. nóvember 2015 07:00
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun